Sparisjóðurinn bakaði Orkuveituna

Ég var að skoða myndir frá Fiskideginum mikla á Dalvík á dögunum og þessari óskaplegu og ekta hamingju og gleði sem ríkir á þeirri samkomu. Við Álftlendingar fórum svo í bæinn um síðustu helgi til að lykta aðeins af Menningarnóttinni. Niðurstaðan: Megum við þá frekar biðja um Fiskidaginn. Það er ekki sérlega gaman að vera sardína í dós í miðborg Reykjavíkur og vita oftar en ekki hvort maður er að koma eða fara í straumi mannhafsins. Svo er þetta eiginlega dálítið uppskrúfað og yfirgengilegt. Bissnessinn hefur tekið völdin og Glitnir gleypti maraþonið. Við stöldruðum við á Klambratúni og hlustuðum á klassíska tónleika. Það var gaman. Svo fórum við niður í bæ og vorum þar um stund. Þar var aðallega troðningur og ekki gaman. Meira að segja flugeldasýningin á Dalvík í boði Sparisjóðs Svarfdæla var flottari en flugeldasýningin við Reykjavíkurhöfn í boði Orkuveitu Reykjavíkur. Sparisjóðurinn bakaði Orkuveituna og fór létt með það.

Gleymið þessari uppskrúfuðu Menningarnótt og farið til Dalvíkur á Fiskidaginn mikla. Hitið upp með því að skoða myndirnar sem þar voru teknar um daginn.... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband