Endemisþvælan

Engin göng væru til undir Hvalfirði ef efnt hefði verið til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið eins og ýmsir predikuðu um á sínum tíma. Jónas Kristjánsson, Dagblaðsritstjóri, var manna kjaftforastur í þeim efnum, eins og oftar, og hvatti til stofnunar almannasamtaka gegn Hvalfjarðargöngum. Meira að segja menn úr hópi verkfræðinga voru daglegir gestir á sjónvarpsskjánum og sögðu þjóðinni að gangagerðin væri hreint glapræði, þau myndu fyllast af sjó og fólk farast. Í besta falli myndi mannvirkið aldrei borga sig. Slíkur málflutningur var auðvitað hrein þvæla á sínum tíma og dómur sögunnar um allt þetta holtaþokuvæl er að vonum ekki blíðlegur. Gjörningaveðrið sem sífellt er verið að magna gegn Kárahnjúkavirkjun minnir um margt á það sem talað var og skrifað gegn Hvalfjarðargöngum. Því er nánast haldið blákalt fram að heill her sérfræðinga hafi dundað sér við að búa til stíflur sem fyrirfram sé vitað að muni bresta og vatn flæða yfir Austurland og Austfirðinga. Stíflurnar eru byggðar á sprungum og hver étur upp eftir öðrum: misgengi, meira að segja VIRKT misgengi. Ég man ekki til þess að Jónas Kristjánsson og hinir þokulúðrarnir hafi verið búnir að læra þetta jarðfræðilega hugtak á sínum tíma. Kannski hafa þeir haldið að þetta væri eitthvað gengi sem varðaði meira Seðlabankann en Hvalfjörð. Ef ef þeir hefðu nú getað bætt misgenginu við í umræðuna hjá sér á sínum tíma, Drottinn minn dýri. Það hefði nú orðið tilefni nokkurra forystugreina í viðbót í Dagblaðinu og enn fleiri hasarviðtala við verkfræðinginn Hansen í Sjónvarpinu. Hvalfjarðargöng voru nefnilega grafin í gegnum á annað hundrað misgengissprungur af ýmsu tagi og á kafla að sunnanverðu voru misgengin virk svo um munaði. Hiti í berginu og vatni sem úr sprungum lak fór upp í 57 stig á celsíus. Samt urðu göngin til og mér er sagt að þó nokkrir aki um þau daglega - keyri með öðrum orðum í gegnum heilt safn af misgengjum með bros á vör. Ég spái því að dómur sögunnar yfir þeim sem hæst hafa um Kárahnjúkavirkjun verði afskaplega líkur og dómurinn yfir þeim sem andskotuðust gegn Hvalfjarðargöngum forðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband