Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Heitum á Óskar og Sibbu!
Að minnsta kosti tveir afleggjarar Jarðbrúarættarinnar taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis á laugardaginn kemur, 18. ágúst: Akureyringurinn Óskar Þór Halldórsson og Seltirningurinn Sigurbjörg Eðvarðsdóttir.
Óskar Þór ætlar að hlaupa 10 kílómetra en Sibba frænka tekur hálft maraþon og lítur á það sem upphitun fyrir yfirvofandi heilmaraþon í útlandinu í haust. Hún hefur þegar á afrekaskránni heil maraþonhlaup hingað og þangað um landsbyggðina og færist frekar í aukana en hitt.
Sibba hleypur í þágu Einstakra barna en Óskar fyrir Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi. Við sem förum hægar yfir í lífinu getum nú slegið tvær flugur í einu höggi og heitið á þessi svarfdælsku gen, annars vegar til að hvetja þau til að klára nú skeiðið um helgina en hins vegar til að styrkja gott málefni, í þessum tilvikum Einstök börn og Hetjurnar.
Allir sem á annað borð ráða yfir greiðslukorti og tölvu geta heitið á þau í hlaupinu - sem og hvaða hlaupara aðra sem vera skal. Hið eina sem þarf að gera er að smella nákvæmlega hér og staðfesta greiðsluheitið. Annað hvort skrá menn nafn hlaupara og kalla það fram eða velja rétta félagið til að finna hlauparann. Síðan rekja menn sig áfram til að ganga frá áheitaskráningu. Þetta er skíteinfalt mál, það komst ég að raun um þegar ég skráði mig til áheita á Jarðbúrana tvo....
Áheitin renna óskipt til viðkomandi líknar- eða góðgerðarfélags. Mæti hlaupararnir ekki til hlaups eða komist ekki á leiðarenda verður upphæðin hins vegar ekki innheimt af greiðslukortareikningnum, það dugar því ekki annað en koma í mark til að félögin fái sitt.
Hjálpum Óskari og Sibbu að hlaupa til góðs!
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Íþróttir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:43 | Facebook
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hleyp 10. km líka fyrir Félag Heyrnarlausra, hefði hlaupið í þágu Hetjanna ef ég hefði áttað mig á því að það væri hægt fyrr, í dag er víst búið að loka fyrir breytingar svo ég gat ekki breytt þessu eins og ég hefði viljað gera. En það er um að gera að hlaupa, skráningu lýkur ekki fyrr en níu í kvöld svo það er um að gera að drífa sig niðrí Laugardalshöll og finna sér vegalend við hæfi!
Rögnvaldur Már Helgason (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 14:04
Alltaf gaman þegar iðrandi sálir gefa sig fram á fjórum fótum og biðjast svona auðmjúklegrar afsökunar. Njóti heyrnarlausir vel hlaupsins þíns! Óskar Þór hljóp fyrir Hetjurnar ásamt mörgum fleirum og var víst bara á ljómandi góðum tíma. Sibba meiddist hins vegar á fæti fyrir helgina og varð að láta sér duga að elta hálfmaraþonhlauparana á hjóli. Ég var hins vegar í garðveislu á Ólafsfirði á sama tíma og hreyfði mig ekki til annars en að ná í ábót á diskinn og í glasið. Hahaha
Atli Rúnar Halldórsson, 22.8.2007 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.