Mánudagur, 28. ágúst 2006
Skammarleg framkoma ţjálfara
Atvik á knattspyrnuvelli Eskfirđinga í gćrmorgun situr í mér. Ţar var ég staddur sem fylgifiskur Víkingsdrengja í úrslitarimmu Íslandsmóts 5. flokks drengja í fótbolta. Í fjórđungsúrslitum áttust samtímis viđ Víkingur og Völsungur á Húsavík á helmingi vallarins en viđ hliđina HK úr Kópavogi og Ţór á Akureyri. Ţađ fór ekki fram hjá okkur viđ hliđarlínuna ađ talsvert gekk á strax á upphafsmínútu leiks HK og Ţórs. Strákur úr HK fékk boltann langt úti á velli strax í upphafi leiksins, ţrumađi yfir völlinn og skorađi. Ţá var komiđ ađ ţćtti ţjálfara Ţórs. Sá náungi hafđi reyndar vakiđ athygli annarra á sérkennilegum skapsmunum sínum fyrir leikina međ ţví ađ heimta ađ fá ađ spila hinum megin á vellinum en ţjálfarar annarra liđa sáu enga ástćđu til ađ taka ţátt í slíkum sálfrćđihernađi og ţar viđ sat. Ţegar hins vegar HK hafđi skorađ gekk Ţórsţjálfarinn af göflunum og kenndi öskrandi einum liđsmanni sínum um ađ bera ábyrgđ á ađ liđiđ fékk á sig mark. Hann tók drenginn út af og setti ekki inn á aftur ţađ sem eftir lifđi leiks! Aumingja drengurinn mátti ţví dúsa utan vallar allan leikinn og leiđ auđsjáanlega afar illa.
Mig varđar ekkert um hverjir ţjálfa hjá Ţór, hvernig ţeir haga sér og hvernig ţeir eru andlega innréttađir. Hins vegar var ţetta atvik umtalađ fyrir austan í gćr, enda sem betur fer einsdćmi ađ menn verđi vitni ađ slíkum skepnuskap ţjálfara í barna- og unglingastarfi í íţróttum. En ţegar mannýg naut ganga laus innan um börn og unglinga ber ađ segja frá og vara viđ - einkum og sér í lagi nú á haustdögum ţegar félögin eru ađ festa sér ţjálfara til nćstu leiktíđar.
Um bloggiđ
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.