Föstudagur, 1. september 2006
Endemisþvæla II
Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson fór á kostum í morgunútvarpinu í dag og kallaði umræðuna um margumtalaða greinargerð Gríms Björnssonar, um sprungur og fleira á Kárahnjúkasvæði, dæmigerða þvælu stjórnmálamanna. Mikið er það nú satt og rétt. Og rifjast þá upp að sagan endurtekur sig gjarnan og marga þvæluna aðra mætti nú nefna í góðu tómi sem bendir eindregið til þess að íslensk stjórnmála séu alveg sér á parti í þessum heimshluta og þó víðar væri leitað. Davíð hefði til dæmis hæglega getað farið á enn meiri kostum og rifjað upp þvæluna sem gekk yfir höfuðborgarbúa og landslýð allan í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 1982. Þá vann Sjálfstæðisflokkurinn höfuðborgina á nýjan leik af tætingslegum meirihluta sem ríkti í eitt kjörtímabil og kenndur var við vinstrimennsku. Sjálfstæðisflokkurinn setti á oddinn í kosningabaráttunni að meirihlutinn vildi byggja nýtt hverfi Reykjavíkur á jarðsprungusvæði við Rauðavatn. Morgunblaðið spilaði með. Málatilbúnaðurinn var bull og þvæla frá upphafi til enda en góður til síns brúks. Sprunguþvælan lagði drjúgan skerf að sigri Sjálfstæðisflokksins og Davíð varð borgarstjóri. Eftirleikurinn er öllum kunnur. Enginn þorði að byggja við Rauðavatn lengi vel þar til stórhuga útgáfufyrirtæki náði sér þar í lóð og reisti hallir yfir sig og sína með útsýni yfir vatnið rauða og sprungusvæðið allt um kring. Sjálfur meginboðberi válegra tíðinda við Rauðavatn, Morgunblaðið, kúrir nú á sprungusvæðinu og unir hag sínum vel. Ef Moggamenn tryðu eigin málflutningi forðum daga væru hlutabréf í Árvakri minna en einskis virði, því hvaða bit er að reisa milljarðahallir þvers og langs yfir jarðsprungur? En svona geta ævintýrin fengið stundum óvæntan endi þó þvælin séu í byrjun. Þegar Davíð var orðinn borgarstjóri gekk hann í að byggja ljómandi lagtlegt ráðhús við Tjarnarendann í höfuðborginni og þá þyrlaðist enn ein þvælan upp í þjóðmálaumræðunni. Hámenntaðir og vísir menn töldu meira en líklegt að ráðhúsið sykki eða í það minnsta snaraðist á hliðina í Tjarnarforinni. Eitt væri samt alveg víst, hvort sem borgarstjórnin sykki eða flyti: fuglarnir á Tjörninni dræpust úr fæðuskorti og skelfingu. Merkilegt nokk: Ráðhúsið er enn ofan jarðar og fuglarnir sprella út um alla Tjörn. Þokulúðrarnir hafa hins vegar snúið sér að öðrum heimsendaspám: jarðsprungum norðan Vatnajökuls með tilheyrandi dramatík. Eftir fáein misseri verða þeir orðnir að minnsta kosti jafn hlægilegir fyrir framgöngu sína nú og forðum daga fyrir að boð náttúruhamfarir við Rauðavatn og Reykjavíkurtjörn. Þannig þvælumst við nú úr einni þvælunni í aðra og verðum bara að búa við að það virðist gera sig stundum hvað best í pólitík að þvæla nógu andskoti mikið. Skondið.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú mikið bullar hann Davíð og af viðtali við Evu Maríu um daginn má sjá að maðurinn hefur enn ekki áttað sig á því hvers konar bull og ásetningur Bush stjórnar var í sambandi við Íraksstríðið. Hann hefur enn ekki áttað sig á því að líkur leiða til að allt hafi verið sett á svið fyrir alþjóðasamfélagið til þess að fá samþykkta innrás í leit að meiri auð og olíu fyrir US.
En ennþá meira bulla aðstandendur fyrirtækisins Athygli og hvaða heilvita maður tekur mark á Atla Rúnari og fleiri starfsmönnum þar á bæ þegar vitað er hversu fáránlega lygið það fyrirtæki er?
Vissulega má vel vera að stíflan haldi eða haldi ekki. Við vitum það einfaldlega ekki ennþá. Einnig má vel vera að misgengið geri ekki vart við sig (hreyfist) neitt strax og gætu verið mörg ár þangað til það kemur í ljós.
Það breytir því hins vegar ekki að þetta eru mestu umhverfisspjöll íslandssögunnar og mestu mistök sem íslensk stjórnvöld hafa látið draga sig út í! Eins breytir það ekki því að bygging álvers á Reyðarfirði er ólögmæt og að fyrirtækið sem þar byggir er svívirðir á heimsvísu sem ekki tímir að byggja álver með viðeigandi vothreinsibúnaði vegna þess að það er aðeins dýrara en hitt. Svo þeir ætla bara að spúa öllu yfir fjörðinn þrátt fyrir að Global warming sé á hraðri leið með að valda stóreyðileggingu í heiminum. Fyrirtæki sem veltir og hagnast milljörðum og milljörðum ofan dettur ekki í hug að leggja á sig smápening til þess að leggja sitt af mörkum til að draga úr mengun við framleiðslu sína!
Í Trinidad fá þeir lögregluna til að halda mótmælendum niðri með byssum og þar byggja þeir álver þrátt fyrir að 69% þjóðarinnar sé á móti því og 20% taki ekki afstöðu.
Í Brasilíu fyrir 20 árum keyptu þeir fólk af jörðum sem þeir girntust fyrir ENGAN pening og fengu svo lögregluna til að brenna heimilin þeirra!
Þetta er mjög ljótt fyrirtæki og væri sennilega greint sem psychopath ef það væri manneskja. Manneskja sem gerir engan greinarmun á réttu og röngu og hefur ekki snefil af siðferðiskennd.
Ég (IP-tala skráð) 8.9.2006 kl. 13:55
Að skrifa í skjóli nafnleysis er ekki hætis hót betra en téð bull í Davíð og nefnd lygi Athygli - hvernig svo sem fyrirtæki getur verið lygið eða sannort - Kárahnjúkavirkjun, álver á Reyðarfirði og Trinidadlögreglan svo dæmi séu tekin úr pistlinum hér að ofan. Menn sem ekki láta nafn fylgja skrifum sínum ættu að sjá sóma sinn í því að skrifa bara fyrir skúffurnar heima hjá sér.
Þórir Jónsson
Þórir Jónsson (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 00:38
Sammála þessu, Þórir. Þær eru margar netheimahýenurnar eins og þessar tvær hér að ofan sem þrífast á því að kasta grjóti í fólk á netsíðum í skjóli nafnleysis.
Jóhann Ólafur Halldórsson
Jóhann Ólafur Halldórsson (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.