Hefur ekki Þjóðkirkjan skoðun á þessu líka?

Þjálfarar nenna sjálfsagt ekki að eltast við þetta apparat hjá KSÍ sem úthlutar þeim ávítum og sektum á báðar hendur. Það er eitthvað til sem heitir tjáningarfrelsi og er hluti af stjórnarskrárbundnum mannréttindum. Ég sem hélt að stjórnarskráin gilti líka fyrir íþróttahreyfinguna en það er víst ekki svo. Ég hlustaði á ummæli allra þessara þjálfara og þar var ekkert sagt sem réttlætir kjánalæti á borð við svona úrskurð. Nákvæmlega ekki neitt. Það rifjaðist upp fyrir mér að núna í ágúst tapaði Stabæk fyrir Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni og landi vor í Stabæk, Veigar Páll Gunnarsson, var afar súr eftir leikinn og taldi einn varnarmanna Þrándheimsliðsins hafa fengið að haga sér að vild inni á vellinum og brjóta á sér og öðrum án þess að fá tiltal frá dómaranum. Orðrétt sagði Veigar Páll í viðtölum eftir leikinn: De må jo være bestevenner og hélt því þannig beinlínis fram að skýring á tómlæti dómarans væri sú að þeir væru perluvinir, viðkomandi leikmaður og dómari leiksins!

Þessi ummæli leikmannsins eru margfalt alvarlegri en það sem þjálfararnir íslensku létu út úr sér á dögunum en norska knattspyrnusambandið gerði samt enga athugasemd við þau. Það er með öðrum orðum hærra til lofts og víðara til veggja í íþróttahreyfingu Noregs en Íslands að því er tjáningarfrelsi varðar. Eiginlega er ekki annað eftir en að æðstu máttarvöld Þjóðirkjunnar fari að hafa líka skoðun á orðbragði knattspyrnuþjálfara. Slíkt er álíka gáfulegt tilhugsunar og það að kirkjunnar menn telji sig þurfa að kvaka yfir  sjónvarpsauglýsingu þar sem nokkrir sjampóvíkingar maula brauð við langborð og kjafta í síma. Við búum í Undralandi. Það vantar bara Lísu.


mbl.is Guðjón og Magnús ávítaðir og sektaðir af KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband