Miðvikudagur, 5. apríl 2006
Stebbamyndum dreift um heimsbyggðina
Morgunblaðið á skilið fálkaorðuna og meira til fyrir að plægja þennan bloggakur. Í hann sáum vér nú gömlum fjölskyldumyndum sem kenna má við Ólafsfjörð eða Jarðbrú eftir atvikum. Þeir sem vilja geta borið sig eftir uppskerunni hvar í veröldinni sem þeir eru staddir. Heiðurinn á Stebbi frændi, Stefán Bergþórsson í Búðardal. Hann dustaði rykið af meira en hálfrar aldar gömlum myndum og filmum í geymslunni í vetur og fór að skanna í tölvunni sinni. Diskur með myndum barst Þóri föðurbróður á Ólafsfirði fyrir páska og ég vildi ólmur leggja á mig að koma gersemunum á Vefinn til að fleiri mættu njóta. Þá var höfuðverkurinn sá: Hvar á að finna vettvang? Auglýsing í Mogga leiddi mig að bloggakrinum og bingó! Taka ber fram, svo ekki fari nú á milli mála, að heimildar var að sjálfsögðu aflað hjá Stebba til að birta myndirnar á þessum vettvangi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 27.4.2006 kl. 08:47 | Facebook
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning