Stebbamyndum dreift um heimsbyggðina

Morgunblaðið á skilið fálkaorðuna og meira til fyrir að plægja þennan bloggakur. Í hann sáum vér nú gömlum fjölskyldumyndum sem kenna má við Ólafsfjörð eða Jarðbrú eftir atvikum. Þeir sem vilja geta borið sig eftir uppskerunni hvar í veröldinni sem þeir eru staddir. Heiðurinn á Stebbi frændi, Stefán Bergþórsson í Búðardal. Hann dustaði rykið af meira en hálfrar aldar gömlum myndum og filmum í geymslunni í vetur og fór að skanna í tölvunni sinni. Diskur með myndum barst Þóri föðurbróður á Ólafsfirði fyrir páska og ég vildi ólmur leggja á mig að koma gersemunum á Vefinn til að fleiri mættu njóta. Þá var höfuðverkurinn sá: Hvar á að finna vettvang? Auglýsing í Mogga leiddi mig að bloggakrinum og bingó! Taka ber fram, svo ekki fari nú á milli mála, að heimildar var að sjálfsögðu aflað hjá Stebba til að birta myndirnar á þessum vettvangi. 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og núlli?
Nota HTML-ham

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 210801

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband