Lömbin jarma, lömbin þagna

Tjarnarbræður þeysiríða til TunguréttarÞað var engu líkara en þeir Tjarnarbræður kæmu þeysiríðandi beint út úr Gísla sögu Súrssonar þegar þeir nálguðust Tungurétt í Svarfaðardal á sunnudaginn, fylgjandi rekstrinum heim. Senan sem ég slysaðist til að fanga var í það minnsta einhvers konar dramatík sem kallaði upp í hugann minningar frá Útlagamynd Ágústs Guðmundssonar. Hraðbrokkandi hross, Þórarinn ungi reffilegur með fókusinn á takmarkinu en Hjörleifur í öðrum heimi, baðandi út öngum með afmyndaðan andlitsbjór. Þetta býður upp á ýmsa túlkunarmöguleika með frjálsri aðferð.

Fátt annað bar til óvæntra tíðinda daginn þann. Svarfdælingar drógu lömbin sín í dilka eftir bókinni og voru snöggir að. Svo létu þeir pela ganga eftir óskrifuðum reglum sem hæfa þessari samkomu og flokkast undir helgileik. Keyptu kaffi og pönnukökur af kvenfélaginu og sigu svo heim á leið. Enginn sofnaði á milli þúfna. Menn eru orðnir svo penir í réttum í seinni tíð. Stemningin var hins vegar ósvikin. Hún geymist á hluta á myndunum sem hér er vísað til. Kíkið á þær....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Helvíti reffilegir Svarfdælingar og nærsveitungar. Ef mér skjöplast ekki því meir er bara einn Hólsmaður þarna með, Bjössi Júll. Er það rétt hjá mér?

Þórbergur Torfason, 12.9.2007 kl. 23:26

2 identicon

Flottir Tjarnarbræður! Datt í hug þegar ég sá myndina að Hjörleifur kastaði einu sinni þessu fram:

Aldrei fer ég yfir strikið

ekk´ er mér það tamt

aðeins fullur, ekki mikið

obbolítið samt.

- Og bætti svo við enn kímnari á svipinn:

Ég tel mig engan hænuhaus

heldur enga gungu

en ég skal ríða rænulaus

í réttirnar á Tungu.

Hulda Hákonardóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband