Föstudagur, 14. september 2007
Skífan og Smekkleysa fá falleinkunn
Ráðamenn Skífunnar, sem er í raun og veru einokunarbúlla á sínu sviði markaðarins, hafa ekki rænu á að ná í hús tónleikaplötu með Jethro Tull sem gefin var út í Bretlandi 21. ágúst síðastliðinn. Sú heitir Live at Montreux og hefur að geyma umtalaða framgöngu Tull á djasshátíðinni í Montreux, gefin út bæði á hljómdiski (CD) og mynddiski (DVD). Ég fór að spyrjast fyrir um þessa diska í Skífunni í lok ágúst og síðan fram eftir september en greip alltaf í tómt. Síðast í gær varð ungmenni í Skífuverslun við Laugaveginn fyrir svörum og sagðist kannast við að ,,alltaf væri verið að spyrja um þennan disk" en engin merki voru samt sjáanleg í tölvukerfi fyrirtækisins um að nokkur maður hreyfði legg eða lið til að verða við óskum kúnnanna sem ,,alltaf eru að spyrja..."! Hvers konar andskotans bissnessmenn eru þetta!?
Smekkleysa stendur sig ekkert betur, nema hvað þar kannaðist afgreiðslumaðurinn strax við Jethro Tull. Börnin við afgreiðslu í Skífunni virðast hins vegar aldrei hafa heyrt minnst á þetta band og hugsanlega innkaupastjórar Skífunnar ekki heldur. Og þá þarf ekki að minnast heldur á nýlega sólóplötu gítarleikarans í Tull, Martins Barre, sem fékk fína dóma ytra. Þann góða mann hefur enginn maður heyrt nefndan í íslenskum plötusölubransa, hvað þá á plötuna hans, Stage Left.
Nú er það svo að hvorki Skífan né Smekkleysa koma í veg fyrir að vér áhangendur Jethro Tull komum oss í gírinn fyrir tónleika helgarinnar í Háskólaskólabíói. Það er nóg til af fínu efni frá bandinu í plötuskápum hér og þar en mikið ofboðslega er það nú léleg frammistaða að geta ekki drullast til að hafa það nýjasta á boðstólum frá svona hljómsveit sem leggur leiðina hingað til lands!
PS. Glimrandi viðtal við Ian Anderson í Kastljósinu í gærkvöld + ágætis tónlistarinnslag í framhaldinu. Lofaði góðu....
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef nú alltaf talið að þeir sem kaupi inn fyrir skífuna skoði bara æsingafréttir eins og með Britney Spears ofl.
Ekki gaman að nefna að skífan keypti BT fyrir nokkru síðan og BANG tölvuleikja úrvalið þar fór algerlega í hundana
Svona fyrirtæki myndi ekki lifa mánuð erlendis, það er nokkuð víst
DoctorE (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:11
Atli minn farðu nú bara að versla á www.amazon.com eða www.amazon.co.uk , það er eina ráðið að fá þjónustu og þar að auki ódýrari vöru. Ég er fyrir löngu búinn að gefast upp á Skífunni. Það er helst að fá eitthvað bitastætt og sérstakt í Tólf tónum. En það er bara frá vissum fyrirtækjum ekki þessum stóru breskamerísku. Ef þig vantar diska frá Svíþjóð prófaðu www.bengans.se.
Kveðja
Erling Ólafsson
Erling Ólafsson (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 15:55
jethro tull eru bara ótrúlega flott band. eitt sinn fór vinafólk í skífuna og bað um nýjustu plötuna með jóhanni helgasyni...
hver er jóhann helgason var svarið... en sumir eru ágætir ha. ekki allir þó.
maður á ekkert að vera að kaupa á amazon.
veljum íslenskt......
arnar valgeirsson, 15.9.2007 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.