Laugardagur, 15. september 2007
Landbúnaður er að sjálfsögðu sjávarútvegur þegar að er gáð
Alltaf hef ég nú vitað það innst inni að í raun væri ég kominn af sjávarútvegsgreifum í Svarfaðardal en ekki einhverjum bóndakörlum og kerlingum. Það hefur bara aldrei verið hægt að höndla málið almennilega fyrr en nú, þökk sé ríkisstjórninni. Nú verður ekkert um málið deilt og ég þarf engin DNA-próf til að staðreyna upprunann. Ríkisstjórnin ætlar sum sé í vetur að flytja landbúnaðarráðuneytið með manni og mús inn í Sjávarútvegshúsið að Skúlagötu 4. Þar eru fyrir á fleti sjávarútvegsráðuneytið, Hafró og Matvís, sem áður var Rannsóknastofnun sjávarútvegsins.
Þarna á landbúnaðarráðuneytið augljóslega heima og þó fyrr hefði verið. Bændur eru jú alltaf að bauka við að búa til eitthvað handa fólki að éta, rétt eins og þeir sem sækja sjó og vinna úr sjávarfangi. Svo eru kvótar bæði til sjós og lands, svo skylt er nú skeggið hökunni í Stjórnarráðinu. Augljóslega eru bullandi möguleikar á samlegðaráhrifum, eins og það heitir á fínu máli rekstrarbransans, fólgnir í því að innlima búsorgir til sveita í sjávarútveginn. Þeir hafa svo breið bök við sjávarsíðuna.
Og það sem meira er. Nú er alveg rakið að láta landbúnaðarráðuneytið taka á sig óháða fiskveiðiráðgjöf fyrir þjóðina. Margir merkir pólitíkusar hafa réttilega bent á að fiskifræðingarnir á Hafró séu svo ofboðslega háðir að þeim hafi tekist að týna megninu af þorskinum í sjónum og ég veit ekki hvað. Einhverjir þeirra vilja útnefna Háskóla Íslands til að veita óháða ráðgjöf handa óháðum pólitískum fyrir óháða fiskistofna. Mér geðjast betur að því að þetta nýja ráðuneyti í Sjávarútvegshúsinu fái svona yfirfrakkahlutverk og lyfti klabbinu öllu upp á hærra plan. Næsta þorskrall nær þá alveg upp í kálgarða landsmanna, sem er löngu tímabært og sjálfsagt. Aldrei að vita hvar guli skrattinn felur sig.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.