Leiðréttingarbúnaður óskast handa fjölmiðlamönnum og verkalýðsforingjum

Ég heyrði í kjaftaþætti á ljósvakanum spyril og verkalýðsforkólf  tala um ,,leiðréttingu" launa og kjara eins og ekkert væri sjálfsagðara. Venjulegt fólk talar um að kaup hækki eða lækki eða að kjör batni eða versni, svona eftir atvikum. Nú eru hins vegar komnar kynslóðir fjölmiðlamanna og verkalýðsforingja sem þekkja hvorugt og vilja í staðinn ,,leiðrétta" alla skapaða hluti. Þessi leiðréttingarárátta náði nýjum hæðum á dögunum þegar sjálft Starfsgreinasamband Ísland boðaði til þings undir kjörorðunum ,,Leiðréttum misréttið"! Á þeim bæjum virðast með öðrum orðum vera til fyrirbæri sem kallast annars vegar rétt misrétti og hins vegar rangt misrétti. Auðvitað þykir skárra að misréttið sé ,leiðrétt" svo hægt sé að búa við það. Ætli verkalýðsforingjar fyrri kynslóða hefðu nú ekki kosið að hafa kjörorðin einfaldlega ,,Burt með misréttið!" eða eitthvað í þeim dúr?

Þetta leiðréttingarbull er tiltölulega nýlega fundið upp á ritstjórnum og verkalýðskontórum. Í tilefni af því að kjarasamningar eru framundan væri óskandi að þeir sem véla um kaup og kjör, og þeir sem segja okkur tíðindi af samningavettvangi, reyndu nú að skerpa hugsun sína og máltilfinningu þannig að aldrei heyrðist framar notað  hugtakið ,,leiðrétting" í tengslum við kaup og kjör í landinu. Og því síður létu menn sér detta í hug að búa við leiðrétt misrétti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband