Friður í Viðey

Það skal játað hér og nú að mér fannst hugmynd Jókó um friðarsúlu í Viðey hallærisleg frá upphafi en komst á gagnstæða skoðun í kvöld. Þetta var sýnilega ljómandi fín samkoma í nefsteytunni á Sundunum. Jókó og Ringó í stuði og borgarstjórinn farinn að flytja út raforku alla leið til himnaríkis þar sem Lennon beið við hinn enda bláu súlunnar og stakk í samband. Lucy in the Sky Energy Invest. Þetta var býsna áhrifamikil stund, ekki síst fyrir gamlan stuðningsmann fallna bítilsins. Ég frestaði því meira að segja í nokkra daga að taka bílpróf forðum til að fá 9. október skráðan á skírteinið hjá sýslaranum á Akureyri. Afmælisdagur Lennons var sérstaklega valinn til að fá ökuréttindin uppáskrifuð.

Sjónvarpsstöðvarnar sendu báðar beint úr Viðey í kvöld. Stöð 2 byrjaði fyrr og hætti fyrr. Starfsmenn hennar náðu betur utan um viðburðinn en Sjónvarpið og voru úrskurðaðir sigurvegar í þessu kapphlaupi hér á heimilinu. Sjálf friðarsúlan skilaði sér líka ólíkt betur hingað í stofu í gegnum Stöð 2 en Sjónvarpið. Það var eins og blái liturinn í ljósinu teiknaði sig mun betur í mynd Stöðarinnar en keppinautarins. Undarlegt en satt.

Sjónvarpið fær prik fyrir viðtal við Þórarinn Eldjárn í lokin og sömuleiðis fyrir nærmyndir af uppsprettu ljóssins eftir að mannsöfnurinn grisjaðist að athöfn lokinni. Hins vegar fær Sjónvarpið marga mínusa í kladdann fyrir að klippa ruddalega á upprifjunarmynd um afmælisbarnið Lennon til að koma Kastljósinu í loftið úr myndveri í Efstaleiti. Og til hvers? Til þess að senda út viðtal við mann sem var vitni að því þegar foringi Queen, Freddy Mercury, geispaði golunni í nóvember 1991! Það var þá tímasetning fyrir slíkt og þvílíkt umfjöllunarefni! Þetta uppátæki er dónaskapur gagnvart minningu Lennons og gagnvart athöfninni sem var helguð honum í Viðey. Vanhugsað, asnalegt og í alla staði óviðeigandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband