Fadderí og faddera

Samfylkingin kom út úr skápnum í dag og lýsti því yfir í raun að vænlegast væri til vinnings í pólitík að spila vinstri-græna stóriðjuplötu fram yfir fengitíð og sauðburð. Þess má þá trúlega vænta líka að flokksforingjarnir fari að strunsa á dyr og skella hurðum á nefndarfundum Alþingis líkt og hann Ögmundur. Þingmaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir var að vonum glaðhlakkaleg í fréttatímum í kvöld með gang mála en félagi hennar Kristján Möller var hins vegar vandræðalegur. Hann hreyfði samt varirnar í takt, svona rétt eins og áhorfendur á Laugardalsvelli gera þegar þjóðsöngur Íslands er á dagskrá fyrir landsleiki. Öll stúkan lætur eins og hún syngi hástöfum með en umlar bara undir. Samfylkingin hefur átt í basli með að staðsetja sig í pólitík og ekki virðist sjá fyrir enda á því. Nú hafa menn tekið mið af góðu gengi vinstri-grænna í skoðanakönnunum og ákveðið að taka slaginn um kjósendur þeim megin á vellinum. Það hlýtur þá í leiðinni að kalla á ákveðið uppgjör við fortíð Samfylkingarinnar í stóriðjumálum á landsvísu og á vettvangi Reykjavíkurborgar.  Vér bíðum spennt.....

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband