Föstudagur, 22. september 2006
Ekki-frétt á fréttamannafundi
Ómar Ragnarsson greindi frá því dag að hann taka eindregna afstöðu gegn Kárahnjúkavirkjun og hætta þar með að fjalla um umhverfismál í sjónvarpsfréttum. Tæpast var það nú tilefni blaðamannafundar því það hefur ekki farið fram hjá neinu mannsbarni, sem fylgist á annað borð með, hvaða skoðun hann hefur á virkjuninni eystra. Þetta var því að minnsta kosti fimm ára gömul frétt. Hitt er ferskara að hann ætli sér nú að stofna stjórnmálaflokk, systurflokk vinstri-grænna! Það fer nú að minna á gamla góða daga þegar hér voru til stjórnmálasamtök í fleirtölu með ákveðnum greini. Þau unguðu út öðrum samtökum sem auðkenndu sig með því að setja byltinguna í sviga. Móðurfélagið hét sem sagt KSML (Kommúnistasamtökin Marxistarnir-Lenínistarnir) en afleggjarinn þeirra kallaði sig KSML(B): Kommúnistasamtökin Marxistarnir-Lenínistarnir (byltingarsinnarnir). Er þá nokkuð fráleitt að Ómar og Bubbi Morthens stofni vinstri-græna (b) og leggi út á hið pólitíska úthaf?
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þá myndi maður fyrst vita hvað maður á að kjósa!
Þórir Jónsson (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.