Sofandi embættismenn

Nú gerist það í annað sinn á skömmum tíma í höfuðborginni að embætti fræðslustjóra rumskar fyrst þegar komið er fram á dag og kemur þeim skilaboðum til foreldra - í gegnum útvarp - að halda skólabörnum heima vegna veðurs, eftir að flest þeirra eru farin af stað í skóla eða komin þangað! Ég hélt að bömmerinn um daginn hefði kennt þessu embættisliði sína lexíu en vitleysan endurtekur sig í dag. Það kemur tilkynning í morgunfréttum Útvarps (kl. 8:00!) að foreldrar eigi að halda börnum heima - þá voru nemar þessa heimilis löngu farir í skóla og sjálfsagt er svo um flesta aðra hér í Fossvogi. Þetta eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð fræðsluyfirvalda. Þegar illviðri geysar byrja menn að hlusta eftir fréttum um skólahald í útvarpi strax klukkan sjö og í síðasta lagi kl. 7:30 á auðvitað að vera komið í loftið hvað foreldrum beri að gera. Þannig átti það að vera í morgun og þannig átti það enn frekar að vera hér um daginn þegar embættisliðið á fræðslukontórnum skandalíseraði síðast í þessum efnum. Ekki meir, ekki meir. Þeir hinir kjörnu fulltrúar vorir verða nú að grípa í taumana ef til þarf ruglið í morgun komi ekki fyrir í hið þriðja sinnið. En borgarfulltrúarnir hafa mestan áhuga á hundakofum við Laugaveg og skiptir engu máli úr hvaða flokki koma. Kofaræksnin skulu blíva og skítt með flest annað á meðan. Fræðslustjórar lúlla fram undir átta á morgnana og börnin ösla í sköflum í blindhríð til náms. Allt í standi í Ólafsborg. Hallelúja.
mbl.is Óljós tilmæli varðandi skólahald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er eitthvað að veðrinu. ??

Bibbi (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:35

2 identicon

Engar áhyggjur Atli, reynslan frá því fyrr í vetur segir okkur að í sumum skólum borgarinnar munu kennarar ekki anda rólega fyrr en þeir verða lausir við öll börnin úr skólunum. Skipulegar hringingar hljóta að fara að hefjast um að það sé þunnskipað og foreldrar hvattir til að sækja nemendurna. Þannig var það fyrr í vetur og þá var sannkallað fárviðri sem foreldrar voru sem sagt hvattir til að ana útí með börnin, svo kennarnarnir kæmust fyrr heim. Snilld.

Fossvoxari (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:51

3 identicon

Það er lögregla sem á að aflýsa skólum, ekki skólayfirvöld.  Fyrr í vetur þegar vitlausa veðrið var þá var ég beðin um að sækja dóttir mína í leikskólann vegna veðurs, þegar ég kom að sækja hana þá var hópur að börnum úti að leika sér, veðrið var gengið niður, þetta var um hádegi ég var ekki par ánægð þurfti að taka mér frí frá vinnu vegna þessa.

Guðborg (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:01

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Það þarf að samræma þessi vinnubrögð á ekki stærra svæði en Reykjavík er. Sumir skólar opnir aðrir ekki. Sumir nemendur fá skróp aðrir ekki.  Nemendur í MH fá t.d. fjarvistir ef þeir mæta ekki í dag þó svo þeir  hafi ekki komist í morgun vegna ófærðar.

Júlíus Valsson, 25.1.2008 kl. 10:28

5 identicon

Kannski er það raunsæ spurning að spyrja ykkur:  Hvað er það eiginlega sem virkar hjá þessum opinberu stofnunum? Það er eins og að mér skiljist að það sé auðveldara að svara svona spurningu, heldur en hinni sem eiginlega ætti ekki að vera til, ef taka skal tillit til verkefnahlutverks þeirra?

Ja, snemma á að beygja krókinn til þess sem verða vill. Spurningin er hvaða áhrif svona lagað hefur á reynslu barnanna sjálfra þegar þau eru að taka sín fyrstu sport sem einstaklingar út fyrir veggi heimila.

Skapar ringulreið að morgni dags forsendur fyrir góðum degi? Ekki getur það verið stefna menntayfirvalda að svo sé, eða..................

Menntayfirvöld gæti nú heitið Menntamálaábyrgð, svo að það sé augljóst hver hefur ábyrgð.

ee (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 01:02

6 Smámynd: Ari Jóhann Sigurðsson

Óttalegt bull er þetta að verða. Að sjálfsögðu bera foreldrar ábyrgð á börnum sínum. Ef veður eru válynd eru það foreldrar sem ákveða hvort þau keyra börnum sínum í skólann eða treysta þeim til að fara gangandi. Alveg óþolandi þegar menn vilja kasta allri ábyrgð frá sér og skammast út í fræðsluyfirvöld. Axlið ábyrð og farið að ala börnin ykkar upp og takið ábyrgð á þeim.

Ari Jóhann Sigurðsson, 26.1.2008 kl. 01:20

7 identicon

Vel mælt frændi,

Tók "sjálfstæða" ákvörðun í morguns-árið og hélt stúlkunum heima, enda kolvitlaust á Vatnsendanum. En þessar tilkynningar eru síst til glöggvunar.

ÓGuðlegur tími, en hver getur sofið lærandi hlutverk á Ungversku! Uss!

Kveðjur kærar,

Óli KJartan

Baritónninn (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband