Þriðjudagur, 29. janúar 2008
Guðsmildi og spaug
Þegar ég bjó í Noregi fyrir aldarfjórðungi en svo vottuðu ófáir hérbúandi landar mínir mér samúð sína yfir því að þurfa að þola Norðmenn í sambúð, þjóð sem væri meðal annars væri þekkt fyrir lítinn húmor og mikla þörf fyrir að sarga um trúmál daginn langan. Ég tók auðvitað eftir því að trúmálaumræða með ýmsum tilbrigðum var gangandi þar talsvert umfram það þekktist að heiman og öfgakennd var hún á köflum. En Norðmennirnir gerðu líka grín að sjálfum sér og voru ekki sérlega uppteknir af því hver ,,strikið" væri í þeim efnum. Nú er öldin hins vegar önnur hjá vorri þjóð og óþarfi að fara til Noregs til að vera í grennd við trúmálaströggl upp á norsku. Það hafa Íslendingar flutt inn og gert að sínu áhugamáli líka, bara heldur seinna en Norðmenn. Og sennilegt er að einhverjir úr þeim hópi sem á sínum tíma vottaði mér virðingu vegna húmorsleysis Norðmanna skrifi sig nú sveitta og tali sig hása gegn hinni skelfilegu Spaugstofu. Sumt af því sem sést þar og heyrist bendir til að ekki hafi sami þátturinn verið á skjám allra landsmanna, svo undarlegar útleggingar heyrast úr sumum hornum á því sem fyrir augu og eyru bar í stofum viðkomandi fólks. Þetta var ljómandi góður þáttur og sór sig í ætt við fjöldamargt sem Spaugstofumenn hafa gert áður. Upp úr stendur reyndar gestaleikarinn sem túlkaði borgarstjórann. Vonandi að nóg verði af glensi áfram á borgarvettvangi til að þessi týpa fái fastan sess í Spaugstofunni. Af og til kveinka fórnarlömb grínsins sér undan meðferð Spaugstofunnar og hér um árið voru spaugararnir sakaðir um guðlast vegna innleggs sem meira að segja forpokuðustu ofstækisbiskupar í Noregi hefðu ekki nennt að gera veður út af. En svona er Ísland í dag og hin íslenska þjóð er þegar orðin forpokaðri en Norðmenn fyrir aldarfjórðungi - og hafa að því er virðist enn ekki náð botninum í þeim efnum.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var að koma til landsins í gærkvöldi og hef greinilega misst af miklu hjá Spaugstofunni. Maður verður að gefa sér tíma til að horfa á þáttinn á Netinu. - Ertu aldrei á ferðinni hér um slóðir, fóstri, þú gleymir vonandi ekki að kíkja við hjá gamla manninum!
kv.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 09:28
Það er sem sagt innan "ritstjórnarlegs frelsis" Ríkisútvarpsins að gera grín að sjúkdómum tiltekinna nafngreindra einstaklinga. Ég ætla að muna þetta þegar næsti stjórnmálamaður fær krabbamein því það hlýtur þá að vera inna alls "ritstjórnarlegs frelsis" að gera grín að þeim kvilla þess einstaklings!
Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.