Miðvikudagur, 30. janúar 2008
Þorri blótaður að svarfdælskum sið
Það var þess virði að berjast um hríð, fjúki og hálku um heiðar og hæðir til að komast á þorrablót Svarfdælinga um helgina og heima aftur, þó svo heimilisbíllinn héldist ekki á veginum á Holtavörðuheiði á norðurleið. Betur fór þar en á horfðist en giska ljúft var að stinga úr brennivínsstaupinu, sem þorrablótsnefndin skenkir gestum við komuna á samkomuna, þegar komið var á áfangastað með millilendingu í heita pottinum á Grund. Ómögulegt er að lýsa þorrablóti í Svarfaðardal fyrir ókunnugum þannig að allt komist til skila sem nauðsynlegt er að halda til haga í frásögninni. Þetta er bara nokkuð sem verður að upplifa til að njóta og skilja.
Þegar þorrablótsnefndin var skipuð fyrir einu ári mátti augljóst vera að söngatriði blótsins í ár yrðu í góðu lagi og rúmlega það. Ekki þurfti nú annað en horfa til þess að þarna var hinn stórbrotni kórstjóri og tónskáld Guðmundur Óli og þarna var helmingur Tjarnarkvartettsins sáluga, Kristjana og Kristján á Tjörn (þvílíkt og annað eins að nú skuli pólitíkusar í Ráðhúsi Reykjavíkur hafa stolið þessum svarfdælska merkimiða og þykist vera tjarnarkvartett! Það er svona álíka og að Árni Johnsen færi að kalla sig The Beatles). Söngurinn á blótinu var í fullu samræmi við væntingar og eina aðfinnsluefnið er að hafa ekki fengið tónlistaratriðin á geisladiski við útganginn til að geta notið þeirra aftur og aftur.
Sölvi á Hreiðarsstöðum er hinn ódauðlegi fréttaþulur Svarfdælinga og þylur annál ársins yfir samkomunni. Síðastliðið ár var hreint ekki viðburðasnautt frekar en þau hin fyrri og helstu viðburðir voru túlkaðir með leikrænum tilþrifum. Þar bar hæst frásögnina af miðilsfundi kvenfélagskvenna þegar rödd að handan leiðbeindi bændum á Hóli um hvar byggja skyldi nýtt fjós á landareigninni. Mögnuð var líka frásögn af vinnuferð starfsmanna Steypustöðvar Dalvíkur fram í Steindyr þar sem þeir söguðu dyragat á steyptan fjósvegg og afhausuðu í leiðinni mjólkurkú sem múlbundin var við vegginn hinum megin. Ef rétt reynist er þetta fyrsti stórgripurinn á Evrópska efnahagssvæðinu sem felldur er með steinsög og jafnvel hefur verið orðað að skrá dauðdaga kýrinnar á Steindyrum í sjálfa heimsmetabók Guinnes. Steypustöðin yrði þá víðfræg og trekkti jafnvel að túrista. Auðvitað mætti hugsa sér að fara með hugmyndina alla leið og stofna til slátrunar með steinsög fyrir ferðafólk. Gestir Dalvíkinga á Fiskideginum mikla hafa séð með eigin augum mannhafið í kringum Reimar frá Hofsá þegar hann sveiflar sveðju og ristir hákarla í ræmur á bryggjunni eftir reglum kúnstarinnar. Færri kæmust líka að en vildu ef Hjörtur og félagar á Steypustöðinni tækju áskorun um að sýna heimaslátrun að hætti hússins á kaupfélagstúninu. Fjöldatúrismi malar gull og skapar umsvif. Hér væri komin búbót, vel þegin í hvaða byggðarlagi sem er og í raun ígildi mótvægisaðgerðar vegna samdráttar í þorskveiðum.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þið kunnið að skemmta ykkur svarfdælingar. Hvenær er blótað í Hrísey?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 17:54
Ekki kannast ég við þessi skelfilegu afdrif kýrinnar á Steindyrum af síðum blaðanna hérna í hreppnum við Tjörnina.
Ætli þessi ógætni maður með steinsögina hafi nokkuð verið búinn að smakkaða?
Árni Gunnarsson, 30.1.2008 kl. 18:11
Dásamlegt.
Júlíus Garðar Júlíusson, 30.1.2008 kl. 23:32
Eins og ónefndur sveitungi vor sagði forðum; alveg himneskt helvíti. Þetta var alveg hreint stórmögnuð samkoma.
Jóhann Ólafur Halldórsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 23:46
öfunda ykkur sem voru þarna, þorramatur er það besta og ekki fæst hann í Danmörkinni.
Solla (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 10:40
Ansi langt síðan ég hef skroppið norður á þorrablót. Sem er synd því fátt jafnast á við að fara á þorrablót í sinni gömlu heimasveit. Og það var oft stuð hinumeginn á Tröllaskaganum. Kveðja.
Eyþór Árnason, 31.1.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.