Opinberir starfsmenn skulu það vera

Jarðeðlisfræðiprófessorinn Magnús Tumi Guðmundsson fer mikinn á opinberum vettvangi þessa dagana með að leiðarljósi að sannfæra landsmenn um að ekki hafi verið staðið nægilega vel að jarðfræðilegum undirbúningi Kárahnjúkavirkjunar. Helst er á honum að skilja í Morgunblaðsviðtalinu að vantað hafi fleiri opinbera starfsmenn að verkinu, samanber eftirfarandi ummæli:

  • „Helsta breytingin sem orðið hefur í tengslum við vatnsaflsvirkjanir og rannsóknir vegna þeirra eru að þær eru ekki lengur unnar  af teymi sérfræðinga á Orkustofnun. Jarðfræðingar sem vinna á verkfræðistofum og litlum verkfræðistofum hafa tekið við.“
  • „Landsvirkjun sniðgekk Orkustofnun og Ísor við undirbúning að þessu stærsta mannvirki Íslandssögunnar, Kárahnjúkavirkjun.”

Það virðist sem sagt vera höfuðsynd að tiltekin þjónusta skyldi keypt af einkafyrirtækjum frekar en ríkinu, skilji maður prófessorinn rétt. Svona músik hefur svo sem verið spiluð áður í þágu frumstæðrar hagsmunagæslu. Oftlega er því til dæmis haldið fram, líkt og náttúrulögmáli, að ríkisstarfsmenn séu betur skapaðir til að selja brennivín, stunda fjölmiðlun og sinna heilbrigðisþjónustu en starfsfólk einkafyrirtækja. Og hvers vegna skyldi þá ekki allt eins heyrast rödd í sama kór sem segir að ríkisreknir jarðvísindamenn séu betur fallnir til að skoða jörð á Austurlandi en þeir einkareknu? 

Ummæli prófessorsins minntu hins vegar enn einu sinni á hve margt er líkt með þjóðmálaumræðunni í aðdraganda Hvalfjarðarganga og umræðunni nú í tengslum við Kárahnjúkavirkjun. Ekki vantaði nú fræðingana forðum, og gráðum prýdda spekinga af ýmsu tagi, sem spáðu Hvalfjarðargöngum öllu hinu versta sem hugsast gat. Framkvæmdin var sögð faglegt glapræði og fjárhagslega glórulaus. Og vel að merkja, reynt var meðal annars að tortryggja áformin á þeirri forsendu að einkafélag færi með forræði gangagerðarinnar!

Þegar jarðfræðirannsóknir hófust í Hvalfirði voru sumir ríkissérfræðingar heldur óhressir með að starfsmenn á „litlum jarðfræðistofum“ kæmu við sögu og enn óhressari með ef slík þjónusta kæmist erlendis frá. Þannig var búið að semja við norskt fyrirtæki, Geoteam A/S, um tilteknar rannsóknir sumarið 1993 og það tekið fram fyrir Orkustofnun. Orkustofnunarmenn sættu sig ekki við það og klöguðu í ríkisstjórnina. Að kvöldi 14. júlí 1993 var hringt úr samgönguráðuneytinu í stjórnarmann Spalar með skýr skilaboð: Lán,  sem Speli hefur verið lofað úr ríkissjóði, verður ekki greitt út vegna þess að útlent fyrirtæki hefur verið ráðið til rannsóknarstarfa!

Sögulokin eiga ekki að koma á óvart. Orkustofnun var komin að borðinu í þessu tiltekna verkefni strax daginn eftir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband