Laugardagur, 1. mars 2008
Veggjald í Vaðlaheiðargöngum
Jarðgöng verða grafin undir Vaðlaheiði og gott er nú það. Veggjald á að standa undir framkvæmdakostnaði að hluta og gott er það nú líka. Samfylkingin hafði á stefnuskrá fyrir þingkosningarnar í fyrra að Hvalfjarðargöngin skyldu þjóðnýtt, þ.e.a.s. segja að ríkið tæki yfir rekstur ganganna og veggjaldið yrði þar með lagt af. Slíkt ráðlag hefði auðvitað gengið að þeirri hugmyndafræði dauðri að einkafyrirtæki taki að sér framkvæmd og rekstur samgöngumannvirkja, sem komast ekki á dagskrá hins pólitíska valds í landinu, og fjármagni með gjöldum vegfarenda.
Nú berast fréttir af því að Vaðlaheiðargöng séu komin á dagskrá og ætlunin sé að fjármagna þau að miklu leyti með veggjöldum. Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn gerðu það að skilyrði fyrir stuðningi við framgöngu málsins að veggjöld yrðu í Vaðlaheiðargöngum og þannig verður það. Vissulega eru það pólitísk tíðindi að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar skuli þannig staðfesta pólítískt prinsipp um einkaframkvæmdir í samgöngumálum sem þýðir um leið að veggjaldið blívur í Hvalfirði, Vaðlaheiði og trúlega víðar. Gott er nú það.
Auðvitað væri hið besta mál að losna við að borga veggjald en án þess væru engin Hvalfjarðargöng í dag og án veggjalds kæmu heldur ekki Vaðlaheiðargöng innan tíðar. Ég borga heilar 230 krónur fyrir ferðina undir Hvalfjörð, sem er álíka og 2 bensínlítrar kosta, ef ég dæli sjálfur á geyminn. Ég vil borga gjald fyrir að aka undir Hvalfjörð, undir Vaðlaheiði og um Sundabraut því þannig komast nauðsynleg verkefni á dagskrá fyrr en ella.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar