Laugardagur, 1. mars 2008
Dalvíkingar syngja sig upp á tindinn (Stólinn)
Tveir af betri sonum Dalvíkur gera garðinn frægan, svo um munar. Friðrik Ómar söng sig inn í Evróvisjón um síðustu helgi, ásamt dívunni Regínu Ósk, og nú er Eyþór Ingi Gunnlaugsson á blússandi siglingu inn í bandið hans Bubba.
Eyþór Ingi er hreint náttúrubarn og með ólíkindum hæfileikaríkur söngvari, hljóðfæraleikari, eftirherma og ég veit ekki hvað. Hann gerði það afar gott á stóra sviði Fiskidagsins mikla á Dalvík í fyrra en frammistaða drengsins á lokasamkomu Íslandsmótsins í hestaíþróttum í Hringsholti um miðjan júlí stendur hins vegar upp úr. Hann fór á þvílíkum kostum að áheyrendur og áhorfendur göptu. Örn Árnason, leikari og Spaugstofuróni, var tróð þarna upp líka og eftir atriðið með Eyþóri Inga kom Örn upp á svið og spurði aðstandendur samkomunnar einfaldlega: Hvað kemur ykkur til að kaupa rándýra skemmtikrafta úr öðrum byggðarlögum þegar þið eigið svona snillinga í heimabyggðinni? Von að spurt væri.
Sagan segir að Eyþór Ingi hafi ekki ætlað sér í prófun hjá Bubba, þegar kóngurinn fór um landið að leita að keppendum um söngvaraembætti í bandinu sínu. Bubbi hafi hins vegar heyrt upp þennan undramann út með Eyjafirði, skálmað inn í Sundlaug Dalvíkur og náð í hann. Eyþór komst í úrvalshóp tíu manna sem keppir til úrslita. Í fyrsta úrslitaþættinum, á föstudaginn fyrir viku, fann hann ekki fjölina sína fullkomlega en sýndi vel hvað í honum bjó. Í gærkvöldi rúllaði hann hins vegar yfir keppinauta sína, alla með tölu. Sex stjörnur af fimm mögulegum. Næstu föstudagskvöld verða tilhlökkunarefni því þátturinn Bandið hans Bubba á Stöð tvö gerir sig ljómandi vel og ekki spillir nú að hafa þetta magnaða tundurskeyti frá Dalvík með í bardaganum.
Og góðir hálsar: Framtíðarsýnin er auðvitað þessi:
- Bandið hans Bubba, með Eyþór Inga í broddi fylkingar, kemur fram á hafnarsviði Fiskidagsins mikla í ár.
- Friðrik Ómar kemur mætir til fiskihátíðar, sjóðheitur frá Serbíu, og endurtekur götusönginn sinn frá því í fyrra þegar hann stóð á bílpalli og tryllti þúsundir manna sem troðfylltu götu og nærliggjandi garða. Þetta var ein magnaðasta upplifun Fiskidagsins mikla í fyrra og voru þær þó margar býsna magnaðar.....
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar