Miðvikudagur, 18. október 2006
Er það nú allt og sumt?!
Fáeinir tölvupóstar eru fjarri því að vera innistæða fyrirsagnar: ,,Breskur almenningur mótmælir hvalveiðum Íslendinga". Hvað svo sem mönnum finnst um þetta hvalveiðiævintýri allt saman. Er það yfirleitt einhver frétt að fáeinir Bretar hafi sest við tölvu og sent sendiráðum póst? Í milljónasamfélögum hlýtur að þurfa öllu meira til en svona smáræði svo hægt sé að ýja að því að hvalveiðarnar hafi vakið upp fjöldamótmæli. Kannski almenningur í Bretlandi hafa bara áhuga á allt öðru, jafnvel kanarnir líka. Ríkisstjórnir þeirra halda jú úti mannskap hér og þar til að drepa fólk í guðs nafni og missa þó nokkra fallna í leiðinni. Mögulegt er að einhverjir þarna úti hafi meiri áhyggjur af þessu en fáeinum dánum hvölum við Ísland. En maður skyldi nú aldrei segja aldrei...
Breskur almenningur mótmælir hvalveiðum Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fáeinir tölvupóstar er bara byrjunin kæri Atli Rúnar. Ég veit ekki betur en starfsmaður Samherja hafi bent á að hvalveiðar geti skaðað alvarlega útflutning og sölu á sjávarafurðum. Þó að þú viljir ritskoða fyrirsagnir á mbl.is þá er ég ekki viss um að þessi sé sú versta. Og aðeins um "að drepa fólk": Er ekki Valgerður vinkona þín ennþá með okkur á lista hinna staðföstu sem eru að drepa fólk í þúsundavís í Írak. Hugsaðu aðeins um það.
Hlynur Hallsson, 18.10.2006 kl. 12:35
Það er fyrir löngu búið að leggja þennan bévaða lista niður. Auk þess sem þessi starfsmaður Samherja þarf að færa rök fyrir þessari fullyrðingu sinni. Við höfum jú veitt hval í 3 ár nú þegar og ekki hefur það skaðað nokkurn skapaðan hlut hingað til. Þið vinstri-grænir megið ekki vera svona svartsýnir. Þá verðið þið kallaðir vinstri-svartir.
Sigurjón, 18.10.2006 kl. 13:03
Sigurjón, þú finnur varla bjartsýnni mann en mig. Vinstri-svartir hljómar þessvegna öfugsnúið. Hvernig lýst þér á Vinstri-bjartir? Annars er ég Vinstri grænn og við erum vinstri græn:)
Hlynur Hallsson, 18.10.2006 kl. 13:47
Fyrsta svar þitt bendir ekki til bjartsýni. Seiseijá.
Sigurjón, 18.10.2006 kl. 13:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.