Einkaframkvæmd sem ríkið borgar??

Ég var að stauta mig fram úr fréttum dagblaðanna um blaðamannafund ráðaherra fjár- og samgöngumála um Vaðlaheiðargöng og Suðurlandsveg til að reyna að átta mig á hvernig að verkum yrði staðið. Blaðamennirir hafa greinilega ekki haft áhuga á að spyrja eða ráðherrar að svara, nema hvoru tveggja komi til. Ég las fréttatilkynningu um málið orð fyrir orð á heimasíðu samgönguráðuneytisins. Engin svör þar en textinn sá kallaði á enn fleiri spurningar - sem blaðamenn hafa ekki áhuga á að spyrja. Það er talað um í tilkynningunni að þetta eigi að vera einkaframkvæmdir en ríkið borgi svo sinn hlut á næsta aldarfjórðungi eftir að framkvæmdum lýkur. Sem sagt einkaframkvæmd sem ríkið borgar, að minnsta kosti að einhverju leyti eða hvað? Ekki orð um veggjald en Fréttablaðið greinir frá því að Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hafi upplýst á blaðamannafundinum að veggjald stæði líklega undir helmingi kostnaðar við Vaðlaheiðargöng. Af hverju upplýsti samgönguráðherra það ekki sjálfur?  Af hverju er ekki stafkrókur um veggjald í fréttatilkynningunni um málið? Hvernig á yfirleitt að standa að þessari framkvæmd? Hvernig í veröldinni stendur á að fjölmiðlar sitja heilan blaðamannafund með ráðherrum, alþingismönnum og embættismönnum og hafa ekki rænu á að skýra fyrir þeim er heima sitja hvað er í gangi?

Það skiptir auðvitað máli að einkarekstur fái að blíva í samgöngumálum, hann hefur sannað sig í Hvalfirði. Það skiptir auðvitað máli að einkarekstur sé þá einkarekstur en ekki pilsfaldakapítalismi eins og þokukenndar upplýsingar frá gærdeginum benda til. Og það skiptir máli að veggjald sé innheimt í Vaðlaheiðargöngum til að viðhalda þessu rekstrarformi til frambúðar. Verði veggjald nefnilega ekki innheimt víðar en í Hvalfirði á allra næstu árum fjarar hratt undan einkarekstri sem slíkum í samgöngukerfinu hérlendis og það væri afar slæmt. Gott er að vita að sjálfstæðismenn í ríkisstjórn vilja veggjald undir Vaðlaheiði - sem þýðir jafnframt að veggjald verður innheimt áfram í Hvalfirði í samræmi við samninga þar að lútandi. En hikstar hinn stjórnarflokkurinn á hugtakinu veggjald?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband