Föstudagur, 14. mars 2008
MA út með sæmd, Eyþór Ingi áfram með sæmd
Það var ekki tekið út með sældinni að fylgjast samtímis með æsispennandi spurningakeppni MA og MR á skjánum í eldhúsinu og Bandinu hans Bubba á stofuskjánum. Lífsbaráttan á hlaupum um hæðina varð samt léttbærari eftir að Eyþór Ingi hafði klárað númerið sitt, þá lá strax fyrir að hann myndi komast áfram með glans. Verr gekk hjá MA-ingum á köflum en liðið átti eitraðan lokakafla þegar það brúaði stigabilið milli liðanna og knúði fram bráðabana. Þar tapaðist slagurinn en ég segi nú bara: til hamingju MA, þetta var glæsileg frammistaða!
Dómnefndin við eldhúsborðið kvikar ekki frá fyrri yfirlýsingum um að Eyþór Ingi keppi til úrslita um að syngja í Bubbabandinu. Drengurinn er einfaldlega svo skínandi góður og í kvöld sýndi hann rúmlega atvinnumannstakta með því að halda fullum dampi til loka lags þó textinn skolaðist dálítið til. Minni spámenn hefðu auðvitað lent út í ræsi við slíkar aðstæður en sendiherra Dalvíkur skriplaði hvergi á hálu svelli gleymskunnar og söng sig í mark. Hann var mun betri í kvöld en fyrir viku. Drengurinn er með svo mögnuð rokkgen í sér að maður missir sig ósjálfrátt í eins manns sveiflu á stofuparketinu þegar hann treður upp. Og þarf meira að segja ekki dropa af Kalda af Árskógssandi til að missa sig.
Eldhúsdómnefndin er orðin efins um fyrri spádóm þess efnis að Telma keppi í úrslitum við okkar mann. Þó skal hún ekki afskrifuð. Birna Sif var mjög góð í kvöld og Arnar Már er sterkur sem fyrr. Nýjasta spáin er að annað hvort þeirra mæti Dalvík á ögurstundu. Þá verður nú þétt setinn Svarfaðardalur við skjáinn.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar