Miðvikudagur, 2. apríl 2008
Heimsendaspár og upplýst umræða
Þegar átti að byggja ráðhús í Reykjavík höfðu heimsendaspámenn sig í frammi í tilefni af því að fuglar lifðu ekki framkvæmdirnar af og húsið myndi í versta falli sökkva í drullu. Ráðhúsið hefur ekki haggast og fuglum hefur fjölgað frekar en fækkað.
Þegar Hvalfjarðargöng komust á dagskrá ruku heimsendaspámenn til og vöruðu við hrikalegum afglöpum sem kosta myndu mannslíf og þjóðina fúlgur fjár þegar bergið ofan þeirra rifnaði og Atlantshafið flæddi inn. Hrakspárskrif og ummæli þeirra urðu fljótlega skemmtiefni á þorrablótum.
Þegar átti að virkja við Kárahnjúka var dregin fram heimsendaspá í mörgum liðum landskjálfta, eldgosa, stíflurofs og hvers kyns hörmunga af völdum Hálslóns. Þar hefur hins vgar nákvæmlega ekkert gerst.
Heimsendaspár eru að sjálfsögðu grasserandi í tilefni af áformum um virkjanir í neðri Þjórsá.
Nýjasti kaflinn í þessum sagnaflokki varðar Sundagöng í Reykjavík. Þar skrifaði fyrrum forstjóri Jarðborana ríkisins grein í Morgunblaðið með heimsendaspá um ómögulegt berg og lek göng. Allt í góðu með það en stórdularfullt var að Moggi skyldi gera frétt um þessi sjónarmið líka og Kastljósið að eltast við þau sömuleiðis. Fjölmiðlar eiga að upplýsa en ekki rugla fólk í ríminu með þvælu.
Það var æpandi augljóst að maðurinn hafði engin efnisleg rök fram að færa heldur lagði út af gefnum forsendum og fór ekki einu sinni rétt með staðreyndir um kjarnaborun í rannsóknarskyni á svæðinu. Heimsendaspár eiga ágætlega heima í annálum á þorrablótum og í kjaftaklúbbum heitu pottanna í sundlaugunum en verða seint taldar efnilegt innlegg í upplýsta umræðu.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar