Glansnúmer frá Dalvík

Eyþór okkar Ingi flaug áfram í þættinum hans Bubba á Stöð 2 í kvöld, þökk sé fyrst og fremst síðara laginu sem hann söng, frumsömdu í öllum litum regnbogans. Útsetningin á laginu hans var megaflott og rúmlega það, lagið klingir og flutningurinn klingir sömuleiðis. Þetta er eitthvað sem HLÝTUR að hljóma um götur og torg á næstunni!

Telma lenti í hremmingum í kvöld en spáin við eldhúsborðið er enn á þá lund að hún muni mæta Dalvíkingnum í úrslitum. Það er svo djöfull mikið og skemmtileg rokk í stelpunni.

Það er orðin lumma í þættinum að okkar maður er bara átján ára. Só vott? Svarfdælingar eru  bráðþroska í öllum skilningi og eins gott að landsmenn allir fari að átta sig því. Skiptir ekki máli hvort vér ræðum heilabúið, líkamshulstrið eða kynþroskann. Við erum á toppnum.

Eyþór Ingi er glitrandi flottur tónlistarmaður og ég myndi jafnvel segja það fullum fetum þó hann væri úr öðrum héruðum, meira að segja úr Þingeyjarsýslu. Hann er alveg rosalega hæfileikaríkur og flottur! Stressaður að vísu í flutningi á Trúbrotslaginu Starlight í kvöld en algjörlega pollrólegur og þéttur í síðara númerinu í þættinum, eigin smíð sem ég trúi að eigi eftir að koma út á safnplötu og hljóma grimmt í útvarpi.

Þessir þættir á Stöð 2 eru virkilega flottir og fast pallborð dómara er jafnan flott. Gestadómarar eru hins vegar upp og niður. Páll Rósinkranz var litlaus og leiðinlegur í kvöld.  Söngnúmerið hans var mislukkað líka. Hefði einhver stelpa á Dalvík hleypt þessum karakter í barneignarfæri við sig fyrir 18 árum????

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband