Fimmtudagur, 10. apríl 2008
Bull um bor
Aprílgabb fréttastofu Útvarpsins var aðeins of seint á ferðinni, ég leit samt til öryggis á dagatalið á meðan hádegisfréttirnar voru í loftinu í dag. Fréttamaður og talsmaður áhugafélags um jarðgöng fyrir austan töluðu um það eins og ekkert væri sjálfsagðara að það kæmi til greina að Austfirðingar rykju nú í að kaupa bor 2 í Jökulsárgöngum og nota þar til að tengja saman sveitarfélögin á Mið-Austurlandi frá Eskifirði til Seyðisfjarðar og þaðan til Fljótsdalshéraðs. Vonandi hefur hvorki vakað fyrir spyrli né viðmælanda að gera hlustendur sem heima sátu að fíflum en ég leyfi mér samt að halda að þetta teljist vel og alvarlega meint hjá mönnunum. Það kann vel að vera að viðmælandinn stand í þeirri trú að einhver glóra sé í þessu tali en þá er það af því að fjölmiðlarnir hafa óskaplega lítið skipt sér af því að fjalla um fjölda merkilegra tækni- og verkfræðilausna við framkvæmdirnar eystra, þar á meðal borana.
Ég spurði Impregilomenn um það síðast í gær fyrir austan hvort einhverjir fjölmiðlamenn hefðu talað við sérfræðinga þeirra um borinn til að glöggva sig á ýmsum staðreyndum mála, í tilefni af þessari undarlegu umræðu um kaupa bara borinn. Svar: Nei. Þeir hafa hins vegar svarað erlendum fjölmiðlamönnum um tæknilega hluti sem varðar borverkefnið hér en aldrei íslenskum. Forstjóri Robbins, bandaríska fyrirtækisins sem framleiddi Kárahnjúkaborana, flutti afar áhugavert erindi um borana og Íslandsverkefnið á opinni ráðstefnu í Reykjavík í september 2007. Enginn íslenskur fjölmiðlamaður hlýddi á en hins vegar var í salnum alla vega einn breskur blaðamaður.
Fjölmiðlar sem vinna ekki heimavinnuna sína geta seint orðið upplýsandi og ef íslenskir fjölmiðlamenn hefðu nú kynnt sér borana og borverkefnið, jafnvel hlýtt á forstjóra Robbins líka, ja þá væri engin umræða um að Austfirðingar ættu að kaupa borinn sem var að klára eystra í gær. Það er svo gjörsamlega út úr öllu korti, alveg glórulaust. Menn geta á hinn bóginn velt fyrir sér hvers eðlis jarðgangaverkefni þyrftu að vera til að gangaborar kæmu til greina, yrðu með öðrum orðum samkeppnisfærir við hefðbundna jarðgangagerð. Þá er að sjálfsögðu miðað við að fá bor til landsins með allri áhöfn og tilheyrandi til að vinna verkið og svo færi mannskapurinn aftur úr landi með græjurnar að verki loknu. Slíkar vangaveltur eru í það minnsta raunhæfar, svo langt sem þær ná, pælingin um að kaupa er hins vegar í besta falli síðbúið aprílgabb.
Hið eina sem reyndar vantaði í fréttina að austan í hádeginu vera hvort Austfirðingarnir ætluðu sér að kaupa líka Kínverjana sem stjórna bornum? Einhver verður jú að vinna verkið og ekki nokkur íslensk sála hefur komið nálægt því að stjórna svona tæki og það er aðeins meira en keyra Fíat á milli húsa.
Það má hins vegar segja sem svo að gott sé að eiga jarðgangabor á hlaðinu ef menn eiga á annað borð gras af seðlum og stóra drauma. Gaman væri líka að eignast geimfar og hafa í túninu heima fyrir vestan eða norðan. Það verður ábyggilega frétt morgundagsins.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar