Föstudagur, 11. apríl 2008
Bull um bor II
Enginn starfshópur er jafn viðkvæmur fyrir gagnrýni og hvers kyns aðfinnslum um störf sín og fjölmiðlafólk. Fjölmiðlungar eiga eðli máls samkvæmt að vera í hlutverki gagnrýnandans og þess sem aðhald veitir en kunna mönnum sjaldnast miklar þakkir fyrir gagnrýni í sinn garð. Móðgast jafnvel fyrir hönd alls hópsins! Vikið er með nokkurri þykkju í kjaftadálki í 24 stundum í dag að skrifum mínum um borbullið hér á bloggsíðunni og tekið fram að ég væri almannatengill (vert að ,,halda því til haga" eins og skrifað stendur þar) og að hlutverk almannatengils væri að kynna mál fyrir fjölmiðlafólki en að vísu bara frá ,,einni hlið". Ég er að vísu ekki nógu greindur til að skilja hvað það kemur ófaglegri útvarpsfrétt við, nema þá að ég geti sjálfum mér um kennt af því ég hafi ekki staðið mig nóg vel í að skóla fjölmiðlamenn á sínu sviði! Hugsanlegt er að hugsunin á bak við klausuna hafi verið allt önnur, hvað veit ég. Alla vega var fréttin umrædda hvorki frá einni né neinni hlið...
PS.
Lífið getur verið dásamlegt í fjölmiðlaheimum. Á dögunum klóraði ég mér dálítið í kollinum yfir langri og ítarlegri kynningu í Kastljósi á nýjum kjaftaþætti sem var að fara að hefja göngu sína á Skjá einum. Endurtek: dagskrárkynning í sjónvarpi ríkisins á þætti einkastöðvar og meints keppinautar á markaðnum. Svo rak ég augun í það í dagblaði að gestur í næsta þætti Svalbarðaþáttarins á Skjá einum væri einn af umsjónarmönnum Kastljóss. Þetta nefni ég ekki sem gagnrýni heldur hrós. Það er lofsvert á samdráttartímum að fjölmiðlamenn skuli tala hverjir við aðra. Hlýtur að einfalda vinnudaginn og létta byrðar af öxlunum að fara ekki yfir lækinn til að sækja vatnið.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar