Föstudagur, 11. apríl 2008
Af himnum ofan í úrslit
Eyþór Ingi sýndi og sannaði í kvöld - enn einu sinni í Bandinu hans Bubba á Stöð tvö - að hann á heima í úrslitum keppninnar og þangað er hann nú kominn. Dómnefndin við eldhúsborðið hér á bæ hefur haldið því fram undanfarið að andstæðingur Dalvíkingsins í úrslitarimmunni yrði Telma en frammistaða hennar var sjónarmun lakari en drengjanna og á slíku falla menn þegar komið er svona langt. Bubbi kóngur ræður að lokum og hann sendi Telmu heim.
Þátturinn í heild var annars sá besti hingað til. Frammistaða allra þriggja þátttakenda mjög góð, dómnefndin fór á kostum og húshljómsveitin er auðvitað kapítuli út af fyrir sig. Þetta er á allan hátt firnagott sjónvarpsefni!
Eyþór Ingi söng fyrst lag eftir Villa Naglbít, einn úr dómnefndinni (það er samt út af fyrir sig ekki skynsamlegt að flytja lag eftir aðaldómara eða gestadómara í svona þætti). Þokkalegt lag og fínn flutningur en það reyndi ekki sérlega mikið á okkar mann. Í seinni hluta þáttarins fór Dalvíkingurinn hins vegar til himna í öllum skilningi þegar hann brá sér í hlutverk sjálfs Ésúsar Maríusonar í lagi úr söngleiknum Jesus Christ Superstar. Flutningurinn og frammistaðan var í sérflokki, það lang lang besta sem sést hefur í þáttunum frá upphafi. Margfalt gæsahúðardæmi. Dómnefndin var svo gott sem kjaftstopp og Bubbi kóngur stóð upp klappandi með þeim orðum að svona söngvaraefni hefði hann ekki heyrt eða séð fyrr öll 28 árin í bransanum.
Arnar Már verður erfiður að eiga við í úrslitaþættinum. Hann hefur sótt í sig veðrið og hefur ekki verið betri en í kvöld, einkum í seinna laginu. Hann er mikil rokkaratýpa og Bubbi er einmitt að leita að rokkara í bandið sitt. Og ræður því einn og sjálfur hver verður valinn, hvað svo sem kjósendur heima segja. Dalvíkingurinn er hins vegar þrumufleygur keppninnar og auðvitað lýkur flugferðinni hans ekki fyrr en á toppnum! Næsta föstudagskvöld verður rafmagnað...
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar