Framboðsraunir I

Gömlu kjördæmin lifa góðu lífi í þeim nýju. Það sést vel á úrslitunum í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sem reyndar er alvitlausasta niðurstaða kjördæmabreytingarinnar. Samfylkingarfólk á Vesturlandi og Vestfjörðum horfði ekki út fyrir túngarðinn sinn og valdi karla sem næst því stóðu frekar en þingmann úr Skagafirði. Og reyndar var eins og fréttamenn Ríkisútvarpsins gerði sér enga grein fyrir hvað var að gerast í gærkvöldi eða í morgun  því hvergi heyrði ég orðað að þingmanni hefði verið ýtt til hliðar í prófkjörinu. Og það meira að segja konu á þingi. Sumir vinnufélagar mínir játuðu í morgun að þeir hefðu ekki vitað að þessi þingmaður væri yfirleitt til. Hugsanlegt er að hvorki Samfylkingarfólk á Vesturlandi né fréttahaukar ríkisins hafi vitað það heldur.

Í Reykjavík spila forystumenn í Sjálfstæðisflokknum plötuna um að prófkjörið hafi verið ein dúndrandi sigurveisla fyrir allt og alla. Birni er hins vegar ekki skemmt. Hann á ástæðu til að opinbera það - eftir að úrslit voru ráðin! - að hann hefði ,,stofnað til fundar" með Guðlaugi Þór til að reyna að koma í veg fyrir framboð hins síðarnefnda í 2. sætið. Það bar ekki árangur. Davíð er horfinn úr Stjórnarráðinu, Kjartan er horfinn úr Valhöll og Björn er á förum. Geir og félagar hafa undirtökin í Flokknum og meira að segja SUS sendi dómsmálaráðherranum hvöss skeyti á ögurstundu prófkjörsbaráttunnar. En skilji maður skrif og ummæli dómsmálaráðherrans og annarra foringja í Flokknum rétt, þá eru innanflokksátökin ekki það sem þetta snýst allt saman um heldur afskiptasemi vondra manna úti bæ af innri málefum Flokksins. Til dæmis skrifaði Jón Baldvin vonda grein í fram í ræðu og riti og reytti um leið eitthvað fylgi af dómsmálaráðherranum. Þessu heldur að minnsta kosti ráðherrann fram í ræðu og riti. Fyrst hélt ég að maðurinn væri að fara með brandara í sjónvarpsfréttum í gær en svo sá ég að þetta er endurtekið á heimasíðunni hans líka. Og þá skynjaði ég strax að meintur brandari er bláköld alvara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband