Mánudagur, 30. október 2006
Írafár út af engu
Merkilegt er að upplifa það að ífjölmiðlar vorir skuli vera nánast á öðrum endanum út af einhverjum skrifum í Ekstrablaðinu í Danmörku um umsvif íslenskra fyrirtækja erlendis. Þetta danska blað er mesti skítapappír á Norðurlöndum og áreiðanlegt eftir því. Danir eru aldir upp við að taka ekkert mark á Ekstrablaðinu en nú bregður svo við að íslenskir fjölmiðlar vísa í skrif þess fram og til baka eins og þar fari sjálfur Stórisannleikur! Eini Íslendingurinn sem hingað til er vitað er með vissu að hafi trúað og treyst Ekstrablaðinu er Eiríkur Jónsson, augasteinn Jónasar Kristjánssonar í blaðamennsku. Hann var um skeið fréttaritari Útvarpsins í Kaupmannahöfn og studdist helst við Ekstrablaðið við störf sín. Stjórnendur fréttastofunnar lærðu fljótt af biturri reynslu að skima vel fróðleikinn sem barst frá Danmörku áður en landslýður fékk að njóta hans. Það sem fyllti svo mælinn var fregnin um Margréti Þórhildi drottningu sem fréttaritarinn sagði að væri um borð í snekkju við Grænland með fríðu föruneyti og snekkjan föst í hafís. Þetta var í sjálfu sér umtalsverð dramatík en gengi fréttarinnar hrapaði umtalsvert þegar hringt var frá Bessastöðum á meðan fréttalestur stóð yfir til að láta vita af því að Danadrottning væri væntanlegt til Íslands með flugi daginn eftir áleiðis til Grænlands. Ekstrablaðið hafði heyrt á skotspónum að drottningarsnekkjan hefði siglt fram hjá nokkrum ísjökum og skáldað fína sögu, sem fréttaritari Útvarps svo lapti upp úr því og notaði til fóðurs handa íslenskri þjóð. Það rifjast svo upp að fyrir margt löngu fór ég til Kaupmannahafnar í hópi blaðmennskunema í Osló til í einskonar kynnisferð á fjölmiðla í Danaveldi. Við kíktum meðal annars inn á ritstjórnir Politiken og Ekstrablaðsins. Einna minnisstæðast úr kynnisferðinni var að sjá hve drukknir blaðamenn Ekstrablaðsins voru í vinnunni. Við héldum að einhver ætti afmæli eða hefði unnið milljón í happdrætti en svo reyndist nú ekki vera. Þarna var bara glaseyg ritstjórn eins útbreiddasta dagblaðs Norðurlanda að loka síðustu síðunum á venjulegu kvöldi og búa undir prentun. Okkur var reyndar sagt að drykkjuskapurinn á Ekstrablaðinu væri langt ofan við danskt meðaltal á fjölmiðlum enda þætti það bara kostur að menn vissu hvorki í þennan heim né annan þegar þeir skálduðu í eyður. Ef marka má það sem messað hefur verið upp úr Ekstrablaðinu undanfarna daga stendur partíið enn þar á ritstjórninni, réttum 25 árum eftir heimsóknina frá Osló. Danir taka ekkert meira mark á þessum miðli en áður en gengi hans hefur af óskiljanlegum ástæðum snarhækkað í íslenskum fjölmiðlaranni.
PS. Hafi svo einhver efast um að íslenskan krónan væri ekki merkilegur gjaldmiðill hlýtur sá hinn sami að hafa séð ljósið þegar fregnir bárust úr fjármálaheiminum um að gengi krónunnar hefði lækkað vegna yfirvofandi skrifa í danska Ekstrablaðinu um íslensku útrásina! Gjaldmiðill sem ekki þolir slíkt er miklu meira en handónýtur.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar