Upplesari úr Húsabakkaskóla í Bubbabandið

Hið eina dapurlega í kvöld var að Arnar skyldi þurfa að lenda í öðru sæti í þættinum Bandið hans Bubba á Stöð tvö. Að öðru leyti er lífið dásamlegt og drengurinn, sem sigraði í upplestrarkeppni grunnskólanna forðum sem fulltrúi 7. bekkjar í Húsabakkaskóla sáluga í Svarfaðardal, hefur formlega fengið löggildingu sem rokkstjarna Íslands. 

 Við sem höfum séð hann á sviði áður nyrðra segjum auðvitað: Við vissum það, við vissum það! En við vissum raunar ekki að strákurinn væri svona andskoti og svakalega góður eins og hann sýndi í keppninni um söngvarasess í Bubbabandinu.

Nú er þessari föstudagsveislu lokið fyrir þá sem heima sitja en Eyþór Ingi á örugglega eftir að hlýja okkur meira og oftar. Strákurinn er perla og náttúrubarn, fágætt efni í söngvara, leikara og ég veit ekki hvað. Ég segi bara: Til hamingju Svarfdælingar með okkar mann (Dalvík er jú afar geðslegt þéttbýli í Svarfaðardal og Eyþór fyrrum nemandi í Húsabakkaskóla sáluga - sem auðvitað skilaði honum á tindinn nú....).

Það var gaman að sjá Stebba frá Tungufelli á skjánum í kvöld, á sínum stað í hesthúsinu, stoltan afa. Og hann var greinilega mættur ásamt ömmunni, Önnu Möggu, og fleiri góðum sveitungum sem létu vel til sín taka. Þetta var rosalegt kvöld og gleymist ekki í bráð. Meira að segja Júlla Fiskidagsforstjóra sást bregða fyrir í sjónvarpssalnum. Það verður nú ekkert slor hjá honum að hafa sveitungana á Fiskideginum mikla í sumar: Eyþór Inga og Friðrik Ómar, annan oddvita Bubbabandsins og hinn nýbúinn að leggja Evrópu að fótum sér í Evróvisjón. Rolling Stones hvað?

Það kemur þáttur á eftir þessum þætti í sjónvarpi. Ár og dagar líða hins vegar þar til kemur jafnoki Eyþórs Inga upp á stjörnuhimininn í svona keppni, alveg öruggt mál. Og ég myndi reyndar ekki hika við að segja þetta þó hann væri frá Grenivík, Grindavík eða Grundarvirði. En það er alveg sérlega sætt að geta sagt það af því drengurinn er Svarfdælingur.

eyth1

Ég þvældist inn í matsal Húsabakkaskóla sáluga á sunnudaginn var, eftir fermingarveisluhöld á Grund. Haldið þið þá ekki að ég hafi rekist á verðlaunaspjaldið hans Eyþórs Inga úr upplestrarkeppninni forðum uppi á vegg í matsalnum? Upplesari númer eitt í den tid, rokkari númer eitt í kvöld. Hallelúja.

eyth2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband