Fimmtudagur, 24. apríl 2008
Framsóknarblöðin sálugu lifa í glugga í miðbæ Akureyrar
Ég átti leið á skyndifund á Akureyri að morgni dags núna í vikunni og drap síðasta hálftímann fyrir flug suður með hádegisvélinni yfir súpudiski á Bláu könnunni, einu notalegasta kaffihúsi landsins. Auðvitað fylgir með á svona afslappelsisstundu að gægjast oft út um gluggann, eins og Jónas R. söng með Flowers í den tid. Nema hvað, við blasti meðal gluggi á gafli næsta húss þarna í Hafnarstrætinu og á hann horfði ég meðan súpan entist. Einhverra hluta vegna höfðu húsráðendur þar á bæ byrgt sér og öðrum sýn með því að þekja glerið dagblöðum. Svo fylgdi með tilkynning á spjaldi um að glugginn væri til sölu. Hugsanlega sjálft húsið líka.
Sérstaka eftirtekt vakti hins vegar að tvö dagblöðum af þremur þarna í glugganum eru löngu horfin yfir móðuna miklu. Þarna var Morgunblaðið og það lifir enn, meira að segja búið að ráða nýjan ritstjóra. Þarna var líka NT, blað sem varð til í apríl 1984 í útgáfurugli sem tengdist Framsóknarflokknum. Síðasta tölublaðið kom út á gamlársdag 1985 og eftir sátu framsóknarmenn með sárt ennið og 100 milljóna króna skuld eftir ævintýrið. Og svo var þarna í Akureyrarglugganum Tíminn, málgagn Framsóknarflokksins um aldur og ævi eða þar til að miklir snillingar komu höndum yfir reksturinn, steyptu saman við Dag á Akureyri og settu allt saman á hausinn í stórfenglegasta gjaldþroti íslenskrar fjölmiðlasögu í nafni frjálsrar fjölmiðlunar. Eftir sátu framsóknarmenn Tímalausir og NúTmalausir.
Vangavelta yfir súpudiski á Akureyri 22. apríl 2008: Hver er þessi granni Bláu könnunnar senm varðveitir sálug dagblöð úr útgáfusögu Framsóknarflokksins á lager og notar til að byrgja með glugga þegar á þarf að halda? Hefur þessi gluggi kannski verið byrgður svona í 23 ár, þ.e.a.s. alveg frá því árið 1985 þegar NT kom enn út og safnaði meiri skuldum fyrir framsóknarmenn?
Hið eina sem er klárt í málinu er að sjálfvirkur sími var kominn til Íslands þegar glugginn var settur á sölulista. Það hefði samt verið meira í anda útstillingarinnar að bjóða mönnum að hringja í löng-stutt-löng í sveitasímanum. frekar en í nútímalegt númer á borð við 570 4500. Símaskráin upplýsir það númer sé á fasteignasölu í hundrað og einum í Reykjavík. Þar er sum sé hægt að bjóða í glugga við göngugötuna á Akureyri og fá í kaupbæti sáluð dagblöð ef heppnin er með bjóðandanum.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar