Prófkjörsskrípaleikur

Spaugarar gripu það á lofti hér um kosningaárið þegar í ljós kom að kjósendur í prófkjörum þriggja flokka á Siglufirði voru hátt í þrefalt fleiri en fólk á kjörskrá þar í bæ. Siglfirðinga hafði með öðrum orðum ekki munað um að flakka á milli flokka um hríð til að styðja sveitunga sína á hverjum stað. Skítt með stefnuskrár og svoleiðis vesen. Núna um helgina skilst mér að pólitískir straumar á Sigló hafi legið til Samfylkingarinnar til stuðnings Kristjáni Möller. Svo kemur prófkjör hjá einhverjum öðrum og þá streyma kjósendur þangað, það er að segja ef leggja þarf heimamanni lið. Siglfirðingar eru sjálfsagt hvorki betri né verri í þessum efnum og allt er þetta nú víst í samræmi við reglur um prófkjör. Þeir eru bara nefndir til sögunnar núna af því hallærislegasta dæmið um skrípaleik prófkjaranna, sem ég man eftir í svipinn, er einmitt frá Siglufirði. Það gerist með öðrum orðum hvað eftir annað í prófkjörum að fólk, sem aldrei mun svo kjósa viðkomandi flokka, hefur úrslitaáhrif á hvernig skipast á viðkomandi framboðslista! Ég hef sjálfur fengið tilboð, frekar tvö en eitt, að ganga í stjórnmálaflokka til að taka þátt í prófkjöri. Í bæði skiptin var tekið fram að ég gæti ,,að sjálfsögðu!" gengið úr flokkunum aftur um leið og ég hefði skilað því sem til væri ætlast af mér. Í öðru tilvikinu tók sá fram sem hafði samband, erindreki tiltekins frambjóðanda, að hann gæti séð um að strika mig út af flokkskránni eftir prófkjör til að spara mér fyrirhöfnina. Auðvitað afþakkaði ég pent að taka þátt í svona þvælu. Sjálfsagt er engin leið gallalaus við að skipa sæti á framboðslista en mér fannst athyglisvert að heyra í fréttum hvernig framsóknarmenn völdu á framboðslista í einu kjördæmanna núna um helgina. Það var gert í atkvæðagreiðslu á kjördæmisþingi þar fulltrúar voru tvöfalt fleiri en ella, hafi ég skilið rétt. Þarna var því ekki kjörnefnd eða einhvers konar annað valdaapparat flokksins að raða mönnum í sæti og þarna var heldur ekki hópur utanflokksmanna að hafa áhrif (geng í það minnsta út frá að hverfandi líkur séu á að aðrir en innvígðir framsóknarmenn hafi náð þeim frama að komast á kjördæmisþing!). Í fljótu bragði virðist þessi aðferðafræði ekki svo galin, en líkast til á hún ekki hljómgrunn á Sigló. Sjálfum er mér þar að auki sléttsama hvernig stjórnmálaflokkar velja frambjóðendur. Það er þeirra hausverkur, ekki minn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband