Fimmtudagur, 8. maí 2008
Stuð í Þjóðleikhúsinu
Aldrei hefi ég upplifað stemningu í Þjóðleikhúsinu í líkingu við þá taumlausu gleði sem ríkti þar í gærkvöld á sýningunni Ástin er diskó, lífið er pönk. Við fórum eiginlega með hálfum huga í leikhúsið eftir að hafa lesið og hlýtt á umsagnir fólks úr gáfumannafélagi gagnrýnenda. Það vantaði eitthvað í þetta allt saman og Hallgrímur Helgason er ekki nógu hnyttinn, segja gáfumenn. Gestirnir í leikhúsinu svara sjálfir gáfumannafélaginu með hlátri, klappi og broshýrum andlitsbjór frá upphafi til enda sýningar. Það á að dæma sýningar út frá því sem þær eru og út frá því sem þeim er ætlað að vera. Þarna hefur Þjóðleikhúsinu einfaldlega tekist að gera skemmtilega þjóðlífsmynd úr lítilli sögu, já og Hallgrímur ER hnyttinn. Tónlistin er vel valin og vel flutt. Það var stuð á sviðinu og stuð í salnum á sýningunni. Gaman, gaman. Ástin er diskó, lífið er pönk og gáfumannafélag gagnrýnenda er djönk.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar