Stuð í Þjóðleikhúsinu

Aldrei hefi ég upplifað stemningu í Þjóðleikhúsinu í líkingu við þá taumlausu gleði sem ríkti þar í gærkvöld á sýningunni Ástin er diskó, lífið er pönk. Við fórum eiginlega með hálfum huga í leikhúsið eftir að hafa lesið og hlýtt á umsagnir fólks úr gáfumannafélagi gagnrýnenda. Það vantaði eitthvað í þetta allt saman og Hallgrímur Helgason er ekki nógu hnyttinn, segja gáfumenn. Gestirnir í leikhúsinu svara sjálfir gáfumannafélaginu með hlátri, klappi og broshýrum andlitsbjór frá upphafi til enda sýningar. Það á að dæma sýningar út frá því sem þær eru og út frá því sem þeim er ætlað að vera. Þarna hefur Þjóðleikhúsinu einfaldlega tekist að gera skemmtilega þjóðlífsmynd úr lítilli sögu, já og Hallgrímur ER hnyttinn. Tónlistin er vel valin og vel flutt. Það var stuð á sviðinu og stuð í salnum á sýningunni. Gaman, gaman. Ástin er diskó, lífið er pönk og gáfumannafélag gagnrýnenda er djönk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 210540

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband