Ganga gegn slysum og kraftaverkahjúkkurnar BAS

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi í kvöld og drunurnar í henni bentu til að það lægi á að komast á áfangastað. Við búum í örskotsfjarlægð frá þyrlupallinum og erum farin að greina það býsna vel á vélarhljóði og aðflugi hve alvarleg tilvikin eru hverju sinni þegar komið er með slasað eða veikt fólk flugleiðis á slysadeildina. Oft fáum við hnút í magann, ekki síst þegar þyrlan æðir hér yfir að næturlagi eða um helgar. Það boðar oftar en ekki alvarleg tíðindi.

Hjúkrunarfræðingarnir þrír, sem stóðu að göngu gegn slysum í dag, lýsa eigin upplifun í vinnunni sinni líka þannig að þær fái hnút í magann við að heyra sírenuvæl í borginni eða drunur í þyrlu að lenda í Fossvogi. Munurinn er bara sá að þær verða vinnu sinnar vegna að taka því sem að höndum ber þegar þyrlan er lent. Ég hef hins vegar ekki annað um málið að segja en þakka í hljóði fyrir að vera ekki sjálfur fórnarlamb slyss um borð í þyrlu á leið á skurðarborð spítalans.

Hjúkkurnar þrjár, sem tóku upp á því í fyrra að skipuleggja göngu gegn slysum, eru vinkonur sem kalla sig BAS með vísan til upphafsstafanna í nöfnunum Bríet, Anna og Soffía. Þær endurtóku leikinn í dag með stuðningi fjölda fólks úr starfshópum sem tengjast slysum á einhvern hátt og með þátttöku þúsunda manna í göngunni. Blöðrum var sleppt í lok göngunnar á pallinum þar sem þyrlan lenti núna í kvöld. Það var áhrifamikil stund.

Kraftaverkakonurnar BAS höfðu sem síðasta orð af sinni hálfu að við ættum öll að fara varlega um hvítasunnuna því þær kæra sig ekki um fleiri viðskiptavini úr slysum í umferðinni. Óskandi væri að landsmenn tækju þeirri áskorun og hlífðu BAS, og öllum öðrum starfsmönnum sem málið varðar, við því að fá hnút í magann um helgina. Slysalaus hvítasunna væri góð byrjun á sumrinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Atli fyrir góðan pistil og myndir. Gangan var mjög vel heppnuð, eins og í fyrra og mjög áhrifarík stund þegar blöðrunum var sleppt. Við gerum okkur víst fæst grein fyrir hvað þessi slys snerta líf margra og hversu margir einstaklingar hafa misst heilsu og getu í kjölfarið. Ég tek ofan fyrir öllum þessum starfsstéttum sem að hjálpa okkur þegar áföllin dynja yfir og ég fer í þessar göngur ekki síst til að heiðra þær og þakka þeim góð störf. BAS skvísur - til hamingju með árangurinn og ég hlakka til að fylgjast með næstu góðu hugmynd verða að veruleika :D Perla 

Margrét Perla Kolka Leifsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband