Fimmtudagur, 9. nóvember 2006
Tjaldstæðin við Mývatn sleppa - naumlega
Alveg verður maður kjaftstopp við að lesa og heyra um þessar svokölluðu þjóðlendukröfur sem ríkisvaldið er að gera, nú síðast á austanverðu Norðurlandi. Morgunblaðið hefur í gær og birt fréttir og kort sem sýna hversu geggjaðar ríkiskröfurnar eru. Ríkið krefst til dæmis 90% af landi jarðarinnar Reykjahlíðar og ætlar sölsa undir sig gríðarflæmi lands frá miðjum Vatnajökli til sjávar. Tjaldstæðin við Mývatn sluppu naumlega undan ríkishramminum. Eða eins og Mogginn segir í fyrirsögn fréttar í dag: ,,Nánast ekkert eignarland eftir í sýslunni"! Nú er það svo að ríkið sjálft hefur umgengist landeigendur þarna alla tíð eins og landeigendur og meira að segja samið við þá um hitt og þetta, til dæmis um Kröflu árið 1971. Ekki múkk þá eða síðar um að einhver vafi léki á eignarhaldi Reykjahlíðar - sem reyndar byggist víst á 500 ára gömlum dómi. þetta mál er alveg ótrúlegt og það sem er alveg stóreinkennilegt: Árið er 2006 og pólitískir handhafar ríkisvaldsins eru þeir stjórnmálaflokkar sem helst hafa kennt sig við einkavæðingu og allt það. Skyldu alþingismenn hafa séð fyrir þessi ósköp þegar þeir samþykktu forðum lögin sem ríkið hefur að forsendu fyrir þessum lygilegu þjóðlendukröfum sínum?
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar