Júró á Rimum?

Ég heyrði ekki betur i upphafi útsendingar frá Serbíu í kvöld en það stefndi í að næsta Júróvisjónskrall yrði í heimabyggð Friðriks Ómars að ári. Þétt verður þá setinn Svarfaðardalur og Grundarbændur selja rússneskum olíufurstum aðgang að heita pottinum. Auðvitað er ákveðinn sjarmi yfir því að hafa Júróvisjón að Rimum og láta keppendur kúra í kojum í Húsabakkaskóla sáluga.

En fyrst af öllu þurfa nú Friðrik og Regína að vinna á laugardaginn og það geta þau auðvitað gert, burt séð frá öllu og öllu! Baráttukveðjur til þeirra og sveitunga minna á Dalvík sem gengu um götur í kvöld til stuðnings okkar fólki ytra.

Það er sannur Júllabragur á þessu uppátæki og guð má vita hvernig allt saman endar. Sami Júllinn, og hefur kallað tugi þúsunda manna til Dalvíkur ár eftir ár til að tjalda frítt og éta frían fisk, er sum kominn með puttana í Júróvísjón. Þegar svo er í pott búið getur allt gerst, líka það að Júróvisjón verði að ári á Rimum og svarfdælsk áhrif breiðist síðan hratt um Evrópubyggðir. Að fáeinum misserum liðnum verður svarfdælskur mars stiginn í Svíþjóð, svarfdælskur brús spilaður í Búlgaríu og tehettur Sigríðar á Tjörn eftirsóttar í Grikklandi. Og þykir nú engum mikið.


mbl.is Eurovision-skrúðganga á Dalvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband