Miðvikudagur, 15. nóvember 2006
Enn tungubrýtur Johnsen sig
Það tekur enginn af Árna Johnsen að hann stal senu samanlagðra prófkjara haustsins með því að hirða þingsæti á framboðslista sjálfstæðismanna í Suðausturkjördæmi eftir að heilög handhafaþrenning forsetavaldsins hafði hvítskrúbbað mannorðið hans til að greiða fyrir innreið hans í pólitík á nýjan leik. Illskárra var fyrir Sjálfstæðisflokkinn að hleypa manninum í prófkjör frekar en að hætta á að hann færi fram með sérlista í kjördæminu í vor og gerði usla í kjósendaranni flokksins. Foringjar sjálfstæðismanna fara með samræmda þulu um að Árni hafi tekið út sína refsingu og nú sé runninn upp nýr dagur hjá honum. Satt og rétt er nú það en hætt er við að Þjóðleikhúsmálið elti nú Johnsen og flokkinn eitthvað áfram í átt til þingkosninga. Ekki síst ef þingmannsefnið nýbakaða heldur áfram að gera það sem því virðist alvega sérlega vel lagið: að tungubrjóta sig sí og æ þegar það kemst í tæri við opna hljóðnema ljósvakamiðla. Alveg er ótrúlegt að Johnsen lýsi því nú yfir að hann hafi verið fangelsaður vegna ,,tæknilegra mistaka"! Halló, halló. Annað hvort er gengur Johnsen ekki á öllum kertum eða hann kann ekki að skammast sín, nema hvoru tveggja sé. Týpískt var reyndar að spyrill Sjónvarpsins hafði ekki fyrir að ganga meira á þingmannsefnið hver hefði gert þessi ,,tæknimistök". Var það löggan sem rannsakaði málið? Ákæruvaldið? Dómstólarnir? Meira að segja Sambandi ungra sjálfstæðismanna blöskraði. SUSarar settu móðurlega ofan í við Johnsen í dag og sögðu honum efnislega að þegja. Það mun Johnsen hins vegar aldrei gera, alla vega ekki nema þangað til opinn hljóðnemi útvarps eða sjónvarps verður á vegi hans á nýjan leik.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar