Miðvikudagur, 13. ágúst 2008
Fréttaleysisraunir í Ráðhúsi
Miklar eru raunir fjölmiðlamanna orðnar þegar það er orðið fréttaefni út af fyrir sig að blaða- og fréttamenn sitji í Ráðhúsinu, við þá vilji enginn tala og þar með sé ekkert að frétta! Ef miklar hræringar eru á annað borð í og við Ráðhúsið, og hafa verið í allan dag, er ansi aumt að skila auðu í fréttatíma eftir fréttatíma og hafa fátt annað fram að færa en endurteknar speglasjónir um málmþreytu í núverandi meirihluta. Það er nú ekki beinlínis nýjabrum á þeim tíðindum. En er ekki hugsanlegt að málmþreytu sé líka að finna í minnihlutanum og þar sé komin skýring á óróanum? Einn nánasti samverkamaður Óskars Bergssonar borgarfulltrúa um árabil skrifaði á bloggsíðu sína kl. 13:43 í dag (miðvikudag) eftirfarandi klausu sem segir öllu meira en ekki-fréttir hefðbundinna fréttamiðla:
Dagur Eggertsson segir í fréttum í morgun að samstaða minnihlutaflokkana í borgarstjórn sé mikil. Þar hefur þó borðið nokkurn skugga á. VG og Samfylking stukku til við úrskurð Skipulagsstofnunar um Bitruvirkjun og fögnuðu niðurstöðunni og stóðu að frestun framkvæmda. Þetta var gert án nokkurs samráðs í minnihlutanum og ekki öllum framsóknarmönnum að skapi. Eftir þetta fagn er ljóst að málefnaleg samstaða minnihlutans í atvinnumálum er ekki til staðar. Atvinnumál eru brýnustu málin í dag. Fulltrúar Samfylkingar í nefndum og ráðum titla sig síðan sem talsmenn minnihlutans í hinum ýmsu málaflokkum án nokkurs samráðs og taka sér völd og áhrif á nokkurs umboðs. Svo má auðvitað minna á dæmalausa skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Samfylkingu og lét vera að spyrja um frammistöðu Óskars Bergssonar. Félagsvísindastofnun skuldar framsóknarmönnum afsökun á arfaslökum vinnubrögðum við gerð þessarar könnunar.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 210826
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar