Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
Borgarblús
Það vantar í fjölmiðlaumfjöllun hingað til um hræringar í Ráðhúsi Reykjavíkur að varpa ljósi á kulnunina sem hefur átt sér stað í minnihlutanum í borgarstjórn frá því allir voru vinir í þar í skóginum þar til nú að Óskar Bergsson og stuðningsmenn hans í Framsókn ganga til meirihlutamyndunar með sjálfstæðismönnum. Samstaðan í borgarstjórnarmeirihlutanum var ekki sú sem menn vildu vera láta en samstaðan í minnihlutanum var heldur ekki sú sem menn vildu vera láta. Þar eru rætur þess sem nú er að gerast. Óskar og hans menn hafa til dæmis aldrei fyrirgefið Samfylkingunni að kaupa spurningu í vagni hjá Gallup og leita álits svarenda á frammistöðu foringja Framsóknar í borgarstjórn, þ.e. Óskars Bergssonar. Framsókn er á öndverðum meiði við hina minnihlutaflokkana Bitruvirkjunarmálinu og fleira mætti nefna.
Fyrir liggur að skelfileg útreið fráfarandi borgarstjórnarmeirihluta í nýlegri fylgiskönnun herti á og flýtti atburðarásinni sem fór í gang núna í vikunni. Stjórnarskiptin geta út af fyrir sig lagað stöðuna eitthvað gagnvart kjósendum en það er ekki gefið að næsta Gallupkönnun verði skárri en sú síðasta. Vandinn sem nýi meirihlutinn stendur nefnilega frammi fyrir er að borgarbúar, hvar í flokki sem standa eða flokksleysingjar, eru upp til hópa löngu búnir að fá nóg af pexi, væringum og pólitískum skyndikynnum út og suður í borgarstjórninni. Ætla má að kjósendur láti þann pirring bitna á stjórnarflokkunum hverju sinni frekar en minnihlutanum.
Fráfarandi meirihluti lenti á dramatískum tímamótum í lífi sínu þegar hann ákvað að brúka meira en hálfan milljarð króna til að kaupa húsræskni við Laugaveginn í Reykjavík. Þetta mál skaðaði meirihlutann miklu meira en ráðamenn hans virtust gera sér grein fyrir, tætti af þeim atkvæði í höfuðborginni og gerði sjálfstæðismenn um land allt rasandi og reiða. Ég hef sjálfur farið víða um land undanfarna mánuði og alls staðar hitti ég sjálfstæðismenn á förnum vegi sem voru afskaplega óhressir með samstarfið við Ólaf F. í borgarstjórn og nefndu kaupin á kofabrakinu í miðborginni sem nærtækasta dæmið um hve dýrkeypt meirihlutamyndunin hefði verið í meira en einum skilningi. Síðar bættist fleira við, sumt býsna skrautlegt. Eins og til dæmis það þegar varaformaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur lýsti í sumar yfir samúð með málstað Saving Iceland-safnaðarins! Þá stirðnaði nú bros á ýmsum.
Í lokin vinsamleg tilmæli til fjölmiðla og stjórnmálamanna í höfuðborginni: Hættið nú í öllum bænum að kenna einhvern hóp manna í Ráðhúsinu við sönghópinn góða úr Svarfaðardal. Að blanda Tjarnarkvartettinum inn í pólitíska ruglið í höfuðborginni er ekki einu sinni fyndið.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 210540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar