Rubba af Ólympíuleikunum, bankinn bíður

Landsliðsþjálfari Íslendinga er bankastarfsmaður og þarf að flýta sér heim í vinnuna strax eftir Ólympíuleikana; bankinn bíður! Þetta var einn af mörgum fróðleiksmolum og gullkornum sem þulir sænska sjónvarpsins stráðu í útsendingunni af leik Íslendinga og Pólverja í morgun. Ég hafði byrjað að horfa á RUV en álpaðist til að tékka á hinum norrænu sjónvarpsstöðvunum í miðjum fyrri hálfleik. Svíarnir sendu beint frá leiknum en Danir og Norðmenn voru í róðri og kappreiðum á sama tíma. Ekki varð aftur snúið til RÚV. Þulurinn þar hafði fátt annað að segja en hver var með boltann, hver var í sókn og hver var rekinn út af - nokkuð sem hver einasti áhorfandi með þokkalega sjón vissi hvort eð var. Sænsku þulirnir unnu hins vegar fyrir sínu kaupi með því að greina leikinn fyrir þá á slíku þurftu að halda. Hvað klikkaði í sókn eða vörn? Hvað lukkaðist í sókn eða vörn. Hvað réði úrslitum yfirleitt þegar upp var staðið?

Sænsku þulirnir voru afskaplega hrifnir af íslenska liðinu, sérstaklega hlóðu þeir hóli á Björgvin Pál Gustavsson markvörð og sögðu að stutt væri í að hann yrði keyptur frá Fram í atvinnumennsku í Þýskalandi eða Danmörku. Þessi leikur myndi jafnframt tryggja Björgvin sæti aðalmarkmanns landsliðsins en hann hefði komið til móts sem varamarkvörður. Þeim fannst vörnin sérlega fín, hældu Sverre, Guðjóni Val og Ólaf Stef - með rökum en ekki blaðri.

Svíarnir færðu rök fyrir því að Íslendinganar ættu góða möguleika á móti Kóreumönnum eða Spánverjum í undanúrslitum og töldu meiri likur en minni á að Ísland spilaði til úrslita í handbolta á Ólympíuleikum í fyrsta sinn.

Það skulum vér og vona en hvað sem öðru líður vel ég útsendingu Sveriges Radio strax í upphafi undanúrslitaleiksins. Ef að líkum lætur fæ ég þá meira að vita um mína menn og leik þeirra en í ,,þjóðarsjónvarpinu" RUV! Merkilegt en satt.

PS. Ólafur Ragnar toppaði á réttum tíma eins og landsliðið. Var mættur á svæðið í morgun og baðaði sig í sviðljósunum að leik loknum en menntamálaráðherra illu heilli kominn heim til Íslands frá Beijing. Æ æ. Einboðið að ráðherrann hætti við að taka upp úr töskunum, fari til Kína á nýjan leik og vonandi ríkisstjórnin í heild og stjórnarandstaðan öll (enda fá sæti í flugi sem þarf fyrir hana), fráfarandi og verðandi borgarstjóri líka, biskupinn, ríkisskattstjóri, siglingamálastjóri og yfirdýralæknir. Elítan út, Íslandi allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband