Rófulausir hundar í Skagafirði og hreysi á Akureyri

grimur_763079.jpgÆvisaga Gríms Jónssonar amtmanns er unaðslegt lesefni og ófáum næturstundum yfir henni var vel varið núna um jól og áramót. Það hlýtur að segja ýmislegt um þá sem nefna bækur til bókmenntaverðlauna að bók Kristmundar Bjarnasonar, fræðimanns á Sjávarborg, skuli hvergi hafa komist þar á blað. Þegar frá líður er samt  líklegra en hitt að Amtmaðurinn á einbúasetrinu verði talinn meðal bestu ævisagna á landi hér og sögu amtmannsins á Möðruvöllum í Hörgárdal verður örugglega minnst lengur en flestra bóka sem nefndar voru til verðlauna, hvað svo sem bókmenntaelítunni finnst um það.

Fyrst af öllu skal nefna að Amtmaðurinn á einbúasetrinu er óvenjulega vel skrifuð bók. Kristmundur skrifar texta sem er sjaldgæft að sjá í seinni tíð og hann hlýtur að hafa nostrað við hverja setningu. Í öðru lagi er saga Gríms amtmanns sérlega áhugaverð og dramatísk og í þriðja lagi er þarna fjallað um sjálfa Íslandssöguna undir lok danskrar einvaldsstjórnar og dregnar upp magnaðar mannlífs- og samfélagsmyndir, einkum af Norðurlandi.

Þegar Grímur amtmaður kemur ásamt fjölskyldu sinni í júnílok 1824 til Akureyrar í fyrsta sinn, siglandi með Herthu  frá Kaupmannahöfn til að taka við embætti sínu á Möðruvöllum, er svo frá greint að dönsku farþegunum hafi brugðið í brún, enda ,,höfðu aldrei litið aðra eins bæjarboru og höfuðstað Norðurlands“  með nokkrum tugum tjargaðra timburkofa, jarðhúsa og torfkofa.  

Skagfirskir góðbændur áttu yfirleitt ekki samleið með amtmanninum og vildu helst af öllu setja hann af. Átökum bændanna og embættismannsins á Möðruvöllum er þarna lýst í stórum og smáum atriðum og þarna kemur vel fram að Skagfirðingar voru ekki allir þar sem þeir voru séðir. Þeir þóttu ölhneigðir, kunnu vel við sig á hestbaki, voru ekki mjög bundnir búum sínum og kvenhollir í betra lagi (er þetta nokkuð breytt enn þann dag í dag??). Í Skagafjarðarsýslu voru oftast fleiri barneignarbrot en í öðrum héruðum og reyndar má draga þá ályktun af talnagögnum að stöku bændur þar í héraði hafi riðið flestu sem hreyfðist eins og rófulausir hundar. Það átti víst að einhverju leyti við um Húnvetninga líka. Þannig er greint frá bóndanum á Sæunnarstöðum í Austur-Húnavatnssýslu sem missti konu sína árið 1828. Sumarið 1829 fæddi systir hinnar látnu húsfreyju ekklinum barn og í apríl og nóvember 1830 urðu tvær vinnukonur á Sæunnarstöðum léttari eftir náin samskipti við bónda. Þriðju og síðustu barnmóður sína gekk bóndi að eiga. Þannig var nú lífið á Norðurlandi þá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband