Árið 2008 brennt og sungið út

Grundarbrenna-2008Myndarlegur bálköstur var hlaðinn á Grund í Svarfaðardal og árið kvatt meðSuðurhlíðabrenna_2 því að leggja eld að honum. Þar stigu logar til himins eins og sjá má á meðfylgjandi mynd frá brennustjóranum, Atla Friðrikssyni. Álftlendingar lögðu leið sína að héraðsbrennunni sinni, við Suðurhlíðar í Fossvogi. Þar stigu logar til himins eins og vera bar og fjöldi fólks fylgdist með. Svarfdælingar áttu stóran hlut í því að halda uppi fjöri á vettvangi. Sindri Heimisson Kristinssonar var mættur með harmóníku og Hjálmar Hjálmarsson leikari - Litli Bommi - var þar í hlutverki söngvara. Ásgeir H. Steingrímsson trompettleikari blés í lúður sinn og Gunnlaugur Kristjánsson hjá Björgun ehf. þandi raddbönd. Sindri og Ásgeir hafa oft komið áður með hljóðfæri að brennu við Suðurhlíðar og stuðlað að miklum söng og gleði. Í fyrra var brennu þarna aflýst vegna veðurs þannig að tvö ár eru liðin síðan síðast. Það gladdi því fastagesti við brennuna ákaflega að sjá kappana á sínum stað með nikku og lúður. Einn heimilisfaðirinn snaraðist að þeim með þeim orðum að gamlárskvöldið væri ekki fullkomið hjá sér nema hann heyrði þennan merka hóp spila og syngja við Suðurhlíðabrennu. Sá gat sum sé sofnað með bros á vör á nýársnótt.

Suðurhlíðabrenna_1

Við Suðurhliðabrennu í Fossvogi á gamlárkvöld 2008. Sindri Heimisson er með nikkuna, Ásgeir H. Steingrímsson með trompett. Hjálmar Hjálmarsson og Gunnlaugur Kristjánsson eru forsöngvarar og allt í kring er sjálfskipaður brennukórinn.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband