Tvöfalda bítið

Tvöfalda trommubítið hans Gunnars Jökuls var miklu flottara en þetta undarlega tvöfalda ESB-bít sem spilað er hér og þar í stjórnmálaheimum nú um stundir, meðal annars í nýársgrein forsætisráðherrans. Ríkisstjórnir hafa gert annað eins um dagana og það að ákveða hvort þær fara eða fara ekki í viðræður við erlend ríki eða bandalag ríkja um samninga af einhverju tagi, í þessu tilviki um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Fyrir liggur hins vegar að í þessu tiltekna máli  verða samningsdrög örugglega lögð fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu og þá hafa menn eitthvað til að ræða og taka afstöðu til. Þjóðaratkvæðagreiðsla um það eitt hvort megi ræða við ESB eða ekki er absúrd. Það er niðurstaða sem ríkisstjórn á að bera ábyrgð á. Ef hún ákveður að ganga til viðræðna við ESB kemur til kasta þjóðarinnar að falla um afrakstur krúnksins. Þannig hafa hlutirnir gengið fyrir sig í öðrum Evrópuríkjum og engin ástæða til annars en að láta sama yfir Íslendinga ganga án þess að flækja tiltölulega einfalda atburðarás með aukaslaufum. Ef hins vegar ríkisstjórnin treystir sér ekki til að fá sameiginlegan botn í málið blasir tæplega við annað en kosningar til Alþingis í ár. Það er bara önnur Ella.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband