Sunnudagur, 4. janúar 2009
Tvöfalda bítið
Tvöfalda trommubítið hans Gunnars Jökuls var miklu flottara en þetta undarlega tvöfalda ESB-bít sem spilað er hér og þar í stjórnmálaheimum nú um stundir, meðal annars í nýársgrein forsætisráðherrans. Ríkisstjórnir hafa gert annað eins um dagana og það að ákveða hvort þær fara eða fara ekki í viðræður við erlend ríki eða bandalag ríkja um samninga af einhverju tagi, í þessu tilviki um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Fyrir liggur hins vegar að í þessu tiltekna máli verða samningsdrög örugglega lögð fyrir þjóðina í allsherjaratkvæðagreiðslu og þá hafa menn eitthvað til að ræða og taka afstöðu til. Þjóðaratkvæðagreiðsla um það eitt hvort megi ræða við ESB eða ekki er absúrd. Það er niðurstaða sem ríkisstjórn á að bera ábyrgð á. Ef hún ákveður að ganga til viðræðna við ESB kemur til kasta þjóðarinnar að falla um afrakstur krúnksins. Þannig hafa hlutirnir gengið fyrir sig í öðrum Evrópuríkjum og engin ástæða til annars en að láta sama yfir Íslendinga ganga án þess að flækja tiltölulega einfalda atburðarás með aukaslaufum. Ef hins vegar ríkisstjórnin treystir sér ekki til að fá sameiginlegan botn í málið blasir tæplega við annað en kosningar til Alþingis í ár. Það er bara önnur Ella.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar