Heimspressan gerð að fíflum

Norsku læknarnir Erik Fosse og Mads Gilbert fóru eftir krókaleiðum frá Egyptalandi inn á Gazasvæðið á gamlársdag og hafa síðan þá staðið vaktina dag og nótt við að sinna særðum fórnarlömbum villimannlegs hernaðar Ísraelsmanna gegn Palestínu við skelfilegar aðstæður. Norðmennirnir eru sjálfboðaliðar og hafa vakið heimsathygli fyrir framlag sitt til stuðnings Palestínumönnum. Þeir eru hvað eftir annað í viðtölum í mörgum af áhrifamestu fjölmiðlum veraldar og lýsa því sem fyrir augu ber, við litla hrifningu hernámsliðsins. Lýsingar þeirra eru hryllilegri en orð fá lýst. Læknarnir tveir hafa því í raun verið samtímis í faglegum hlutverkum sínum í heilbrigðisþjónustu og í hlutverkum kynningarfulltrúa fyrir Palestínumenn gagnvart heimsbyggðinni,  einfaldlega af því að enginn einasti blaða- eða fréttamaður erlends fjölmiðils er fyrirfinnanlegur á Gazasvæðinu!

Ísraelsmenn hleypa ekki útlendum fjölmiðlum inn á Gaza og heimspressan virðist annað hvort ekki kæra sig um að styggja hernámsöflin né hafa sambönd til að koma sér eftir krókaleiðum inn á styrjaldarsvæðið á sama hátt og norsku læknarnir gerðu. Ísraelsmenn gera sitt til að halda blóðbaðinu á Gaza utan við sviðsljós alþjóðafjölmiðla með því að veita ekki erlendum fjölmiðlamönnum aðgang og ekki síður með því að sprengja mikilvæga pósta í síma-, fjarskipta- og í raforkukerfinu á svæðinu í loft upp til að tryggja einangrun Gaza frá umheiminum. Norsku læknarnir hafa hins vegar verið í sambandi við erlenda fjölmiðla með gerfihnattagræjum sem smyglað var inn á Gaza frá Noregi, eftir því sem næst verður komist.

Fosse og Gilbert eru hetjur hvernig á það sem litið er en lítið leggst að sama skapi fyrir hreysti heimspressunnar. Áfram heldur árásarstyrjöldin og áfram flýtur blóðið um Gaza, með velþóknun Bandaríkjastjórnar. Ýmsir binda vonir við að breytt viðhorf skapist í Washington með nýjum herra í Hvíta húsinu og friðvænlegra verði fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir fréttaskýrendur bandarískra sjónvarpsstöðva eru hins vegar þeirrar skoðunar að Obama muni ekki dekra minna við gyðinga og Ísraelsríki en Bush. Og ekki þarf að spyrja um Hillary Clinton. Hún er þingmaður gyðingaveldisins í New York og verður líka utanríkisráðherra í þágu þess og banvænnar útþenslustefnu Ísraelsríkis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband