Willoch og blóðbaðið í Gaza

Kåre Willoch, fyrrum forsætisráðherra Hægri flokksins í Noregi, kallar framferði Ísraelshers gegn Palestínumönnum í Gaza stríðsglæpi. Hann kallar hlutina réttum nöfnum og talar tæpitungulaust. Íslenska ríkisstjórnin er hins vegar í loðmullunni, aðallega upptekin af því hvort hún megi eða geti yfirleitt ályktað um nokkurn skapaðan hlut!

 

Willoch var forsætisráðherra í Noregi þegar ég bjó í Osló forðum daga. Hann var skarpur og eldklár málflytjandi, eitraður í kappræðum og fylginn sér, með hugmyndafræði og skýra sýn. Svo gátu menn verið sammála eða ósammála karlinum en það er önnur saga. Oft spurði ég sjálfan mig: Af hverju er enginn svona skörungur í íslenskri pólitík? Og spyr mig enn.

 

Willoch er nýorðinn áttræður en er enn þann dag í dag á fartinni í þjóðmálaumræðunni. Ég sé hann hvað eftir annað í fréttatímum eða umræðuþáttum norska ríkissjónvarpsins að fjalla um blóðbaðið í Gaza, þökk sé gervihnattatengingu við Norge gegnum Fjölvarpið.

 

Svo sé ég að Kåre Willoch skrifar grein í Aftenposten í dag þar sem hann setur framferði Ísraelsmanna inn í víðtækara sögulegt samhengi á þann hátt sem honum er lagið. Þetta er skýrt og skorinort, aðgengilegt og auðskilið. Þetta er grein sem Ísraelsvinir ættu að lesa vel og loðmullumenn líka.

 

Hann bendir meðal annars á að Hamas  hafi hlotið meirihlutafylgi í frjálsum kosningum en stjórnir á Vesturlöndum samt krafist þess að Fatah, hreyfingin sem tapaði í sömu kosningum, væru engu að síður við völd í Palestínu og við Fatah væri  talað en ekki við sigurvegara kosninganna! „Þannig birtast viðhorf Vesturlanda til lýðræðisins“,  skrifar Willoch.

 

Niðurstaða hans er sú að þeir fylgi stefnu Ísraels   gagnvart Palestínumönnum styðji um leið pólitík sem skapi hatur og leiði til ófara og hörmuna fyrir Ísrael:

 

De som forsvarer den israelske politikken overfor palestinerne støtter en politikk som skaper et hat som kan føre til katastrofe for Israel. De gjør det enda vanskeligere for de israelerne som ønsker en annen politikk, å få sitt land til å snu kursen bort fra katastrofen. Venner av Israel bør arbeide for at Israel godtar det arabiske fredsforslaget. Det krever bl.a. grenser som før krigen i 1967, bare med slike justeringer som partene blir enige om, og garantier for Israels sikkerhet.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband