Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Að drepa tímann
Alþingi kom saman í dag eftir margra vikna jólaleyfi og fyrir hafði legið dögum saman að efnt yrði til mótmælaaðgerða á Austurvelli af því tilefni. Þá hefði nú mátt ætla að ríkisstjórnin kæmi galvösk til leiks og hefði frumkvæði að umræðum um ástandið, spilaði einhverju bitastæðu til handa lýðnum í landinu og reyndi í það minnsta að látast sem hún hefði áhyggjur af því sem bullar og kraumar í samfélaginu.
Nei, góðir hálsar. Þingið kom saman eins og ekkert hefði í skorist. Sjáið bara dagskrá þingfundarins í dag. Ótrúlegt! Þetta er svona álíka út úr veruleikakortinu og ef prestur hæfi minningarorð í útfararathöfn með því að gala yfir kistuna hvítu og syrgjendur: Eru ekki allir í stuði?
- Vátryggingastarfsemi, stjfrv., 225. mál, þskj. 304. --- 1. umr.
- Greiðslur til líffæragjafa, stjfrv., 259. mál, þskj. 419. --- 1. umr.
- Sala áfengis og tóbaks, frv., 37. mál, þskj. 37. --- 1. umr.
- Olíugjald og kílómetragjald, frv., 40. mál, þskj. 40. --- 1. umr.
- Andstaða við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu, þáltill., 49. mál, þskj. 49. --- Fyrri umr.
- Tóbaksvarnir, frv., 57. mál, þskj. 57. --- 1. umr.
- Stjórnarskipunarlög, frv., 58. mál, þskj. 58. --- 1. umr.
- Prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða, þáltill., 59. mál, þskj. 59. --- Fyrri umr.
- Skipafriðunarsjóður, þáltill., 60. mál, þskj. 60. --- Fyrri umr.
- Áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu, þáltill., 66. mál, þskj. 66. --- Fyrri umr.
- Umferðarlög, frv., 93. mál, þskj. 100. --- 1. umr.
- Fjármálafyrirtæki, frv., 111. mál, þskj. 120. --- 1. umr.
Um aðra helgi verður landsfundur Sjálfstæðisflokksins í Laugardalshöll og fyrir liggur að mótmælaaðgerðirnar í miðborginni í dag voru eins konar generalprufa fyrir þá samkomu. Það þykist lögreglan í það minnsta vita. Á sama hátt og alþingismenn og ráðherrar hófu vorönnina við Austurvöll líkt og ártalið 2007 væri enn í fullu gildi hlýtur landsfundarsetningin að verða með hefðbundnum brag í góðærisanda: lúðrablæstri, áferðarfallegum ávörpum og tilvitnunum í Hannes Hafstein og höfuðskáldin öll. Úti regnið grætur.
Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar