1-0 fyrir íhaldið í áróðursstríðinu

Sjálfstæðisflokkurinn hafði betur í fyrstu lotu áróðursstríðs í eftiráskýringum á því að ríkisstjórnin sprakk í gær. Sjálfstæðisforystunni tókst að gera það býsna trúverðugt út á við að Samfylkingin hefði sett sér kosti sem hún vissi fyrirfram að ekki yrði gengið að og því hafi farið sem fór - sum sé að heimta forsætisráðuneytið. Samfylkingin segir á móti að íhaldið hafi ekki viljað fórna Davíð og samstarfið því farið til fjandans.  Menn spyrja sig hins vegar unnvörpum um land og mið: Lá nú ekki fyrir strax í október að einhverjir þyrftu að hirða pokana sína vegna bankahrunsins, í Seðlabankanum og við sjálft ríkisstjórnarborðið? Skárra hefði nú verið að fráfarandi stjórn hefði lafað til kosninga en fyrst hún hékk ekki saman á límingunum er ekki um slíkt að tala. Nú virðist blasa við að tími Jóhönnu Sig. sé loksins kominn og það svo um munar. 


Í morgunfréttum Útvarpsins var talað  um að næsta skref Bessastaðahöfðingjans yrði að kalla á Ingibjörgu Sólrúnu til að veita henni umboð til stjórnarmyndunar. Það væri nú einkennilegur framgangsmáti í ljósi þess að Samfylkingarformaðurinn hefur bæði opinberlega og í viðtali við forsetann einmitt sagst ekki ætla að mynda ríkisstjórn. Ætli sé ekki sennilegra að á ákveðnum tímapunkti hafi formenn Samfylkingar, VG og Framsóknar tal af forseta og ,,bendi á" Jóhönnu, sem þá fái formlegt umboð til stjórnarmyndunar. Kristján Eldjárn bjó á sínum tíma til stjórnmálaformannasirkus með því að veita þeim öllum samviskusamlega umboð til stjórnarmyndunar - líka foringjum sem fyrir lá að engum árangri myndu ná í þeim efnum. Núverandi forseti hefur ekki beinlínis lagt sig eftir að tileinka sér vinnulag fyrirrennara sinna og litlar líkur eru því á að hann fari að veita stjórnmálaforingja umboð til stjórnarmyndunar sem lýst hefur því skilmerkilega yfir að vilji ekki fá slíkt umboð!

 Eins og staðan er núna blasir helst við minnihlutastjórn Jóhönnu.  Stjórnarflokkarnir og verndarar þeirra (Framsókn og ef til vill frjálslyndir líka) stuðla þar með í leiðinni að því að sjálfstæðismenn nái vopnum sínum, auki eitthvað við fylgið og komist með færri skrámur gegnum þingkosningarnar en í stefndi áður. Framsókn bætir við fylgið frá því í síðustu kosningum en Samfylkingin lendir í basli. Ný framboð Austurvallar- og Háskólabíóshreyfinga taka kúfinn af fylginu sem VG mælist nú í könnunum. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn mynda ríkisstjórn eftir kosningar og Már Guðmundsson verður þá orðinn Seðlabankastjóri.  Trúbadorinn á Austurvelli byrjar að undirbúa næstu plötu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn minnir á að niðurskurður fjárlaga ríkisins árið 2010 verði að vera lágmark 36 milljarðar króna en ekki 26 milljarðar, eins og sjóðurinn hafði mælt fyrir um í janúar 2009.

Hafís verður landfastur við Norðurland sumarið 2010. Amen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband