Föstudagur, 3. apríl 2009
Að sækja vatn beint í fjölskyldulækinn
Óþarfi er að fara yfir lækinn til að ná í vatn og allra síst ef í boði er bæjarlækur í túninu heima. Í helgarblaði DV sé ég að Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður er í viðtali og spyrillinn er Illugi blaðamaður Jökulsson, sonur hennar. Á Bylgjunni heyrði ég á dögunum að annar umsjónarmaður þáttar var með pabba sinn í viðtali og á sömu útvarpsstöð var Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður með Gunnar Smára, bróður sinn og fjölmiðlamann í sunnudagsviðtali. Það mega bræðurnir eiga að þeir héldu bærilegri fjarlægð í fjölskyldunni nálægt opnum hljóðnema, næstum því eins og þegar maður hittir stöðumælavörð við gangstéttarbrún í miðbænum og staldrar við eitt andartak í eilífðinni til að skiptast á tveimur til fjórum setningum við hann um lífsins gang og tilveruna.
Það er hvimleitt til lengdar þegar fjölmiðlamenn sjá ekki út fyrir túngarðinn sinn í leit að viðmælendum og tala allra helst við aðra fjölmiðlamenn. Kærkomin tilbreyting er hins vegar að tala frekar við pabba, mömmu, bróa eða systu. Og þótt það kunni að henda að ættingjarnir séu líka fjölmiðlafólk þá ber nú að horfa fram hjá því til hátíðarbrigða.
Ég sé mest eftir að hafa ekki fattað upp á að taka viðtal við mömmu þegar tækifæri gafst til í Alþýðublaðið og Dagblaðið, sálugu, og Ríkisútvarpið, sem líklega verður sálugt líka fyrr en síðar. Hún getur sagt frá ýmsu merkilegu þegar sá gállinn er á henni, eins og til dæmis þegar þær Rósa tvíburasystir voru staddar í beitingarskúr í Ólafsfirði á hernámsdaginn, 10. maí 1940. Tíðindin bárust frá höfuðborginni norður fyrir Múlakollu í gegnum Ríkisútvarpið. Þá brast nú á ítarleg þögn í beitningarskúrnum. Ég hefði meira að segja getað látið mömmu bæði tala og þegja í útvarpsviðtali til að ná hughrifunum og senunni allri til fulls. En það er of seint. Ég öfunda fjölmiðlafólk nútímans sem er í þeirri stöðu að geta talað um pabba, mömmu, börn og bíl með því að tala við pabba, mömmu og börnin um bílinn og fleira. Súkk.
Eftirmáli - tölvupóstur:
Sæll Atli:
Varðandi athyglisverð tengsl í viðtölum bendi ég til gamans á opnuviðtal Kolbrúnar Bergþórsdóttur við Egil Helgason í Mogganum fyrir skemmstu. Einsog alþjóð veit er Kolbrún vikulegur gestur hjá Agli í þeim góða þætti Kiljunni. Nú bíður maður spennntur eftir því hvort Páll Baldvin taki viðtal við Kolbrúnu sem gæti svo á móti tekið viðtal við Pál sem gæti síðan tekið annað viðtal við Egil sem gæti svo . Þannig ætti skoðunum þessa ágæta fólks að vera komið nokkuð vel á framfæri til heilla fyrir land og þjóð.Um bloggið
Álftaland 5
Nota bene
Myndirnar mínar á flickr.com
www.flickr.com
|
Myndaalbúm
Bloggvinir
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Árni Þór Sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Killer Joe
- Helgi Már Barðason
- Axel Jóhann Axelsson
- Bjarni Harðarson
- Björn Jóhann Björnsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Eyþór Árnason
- gudni.is
- Guðmundur Örn Jónsson
- Hlynur Jón Michelsen
- Júlíus Brjánsson
- Leikhópurinn Lotta
- Ólafur Ingólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- P.Valdimar Guðjónsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Rúnar Birgir Gíslason
- Ungmennadeild Rauða krossins í Reykjavík (URKÍ-R)
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar