Kemur þjóðlenduofbeldið löggjafarsamkomunni ekkert við?

Það var mögnuð upplifun að sjá og heyra viðbrögð fólks í troðfullum sölum Skjólbrekku í Mývatnssveit á fimmtudagskvöldið vegna krafna ríkisins í eignir manna frá jöklum við sjávar í Suður-Þingeyjarsýslu. Enginn einasti þingmaður kjördæmisins lét hins vegar sjá sig og það hlýtur að segja eitthvað um forgangsröðun mála hjá kjörnum fulltrúum lýðsins. Í seinni tíð er ekki dæmi um neina hliðstæðu við þetta dæmalausa þjóðlendumál þar sem ríkið er að reyna að sölsa undir sig þinglýstar jarðir og lendur í krafti laga sem Alþingi setti. Þögn og afskiptaleysi þingheims er til marks um að handhafar löggjafarvaldsins eru býsna ánægður með verk sín. Þolendum þessa dæmalausa ríkisofbeldis er hins vegar ekki skemmt. Ríkið er að heimta allt að 90% lands sem verið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu kynslóð fram kynslóð, þinglýstar eignir og skjalfestar í sumum tilvikum allt aftur á 16. öld! Þessi framgangur ríkisins væri skiljanlegur ef fjármálaráðherrann héti Ögmundur í krafti þess með landsstjórnina færu einhver stjórnmálaöfl tilheyandi rétttrúnaðarkirku ríkisforræðis og ríkisafskipta. Nei, það eru fjármálaráðherrar úr Sjálfstæðisflokknum sem veifa bröndum sínum gegn bændum og öðrum landeigendum og vilja hirða af þeim eignirnar! Alþingi lagði þeim lögin upp í hendur og svo böðlast hersveitir lögmanna ríkisins um landið blóðugir til axla. Og þingmenn nenna ekki einu sinni að láta sjá sig þar sem fólk kemur saman til að verja sig. Það mátti fjármálaráðherran eiga að mætti í Skjólbrekku. En það var nú ekki til að róa einn né neinn, heldur til að undirstrika að ríkinu væri svo mikil alvara að hirða lönd að ríkið myndi áfrýja til dómstóla öllum málum sem það tapaði í Óbyggðanefnd!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Álftaland 5

Höfundur

Atli Rúnar Halldórsson
Atli Rúnar Halldórsson

Nota bene

Myndirnar mínar á flickr.com

www.flickr.com
Atli  Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset Atli Rúnar Halldórsson's Fiskidagur '09 - súpukvöld photoset

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband